Guðmundur Pálsson 29. feb. 2020 : Mottu­mars­sokkarnir slá í gegn

Sérhannaðir Mottumarssokkar Krabbameinsfélagsins eru komnir í sölu - eftirspurnin er mikil og því vissara að tryggja sér eintak í tíma.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2020 : Karlmenn sitja heima á sunnudaginn

Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort hægt sé að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var og hlaupinu því frestað. Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega. 

Guðmundur Pálsson 27. feb. 2020 : Forsetanum afhent fyrsta Mottu­mars­sokka­parið

Forseta Íslands var í dag afhent fyrsta Mottumars-sokkaparið á Bessastöðum. Sokkarnir eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Kormáks og Skjaldar.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. feb. 2020 : Hreyfing skiptir máli

Karlahlaupið hentar öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Birna Þórisdóttir 26. feb. 2020 : Af hverju hreyfing í Mottumars?

Nú styttist í Mottumars, árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Birna Þórisdóttir 11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Einn af hverjum þremur fær krabbamein

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Ég skil þig - vitundarvakning um jafningjastuðning

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Af því tilefni beinir Krabbameinsfélagið sjónum að mikilvægi jafningjastuðnings og hrindir af stað í samvinnu við Kraft vitundarvakningunni „Ég skil þig“ þar sem stuðningsfulltrúar deila reynslu sinni.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?