Guðmundur Pálsson 29. feb. 2020 : Mottu­mars­sokkarnir slá í gegn

Sérhannaðir Mottumarssokkar Krabbameinsfélagsins eru komnir í sölu - eftirspurnin er mikil og því vissara að tryggja sér eintak í tíma.

Ása Sigríður Þórisdóttir 28. feb. 2020 : Karlmenn sitja heima á sunnudaginn

Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort hægt sé að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var og hlaupinu því frestað. Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega. 

Guðmundur Pálsson 27. feb. 2020 : Forsetanum afhent fyrsta Mottu­mars­sokka­parið

Forseta Íslands var í dag afhent fyrsta Mottumars-sokkaparið á Bessastöðum. Sokkarnir eru hannaðir af Gunnari Hilmarssyni, yfirhönnuði Kormáks og Skjaldar.

Ása Sigríður Þórisdóttir 26. feb. 2020 : Hreyfing skiptir máli

Karlahlaupið hentar öllum aldri, strákum jafnt sem heldri mönnum og afrekshlaupurum jafnt sem gangandi. Hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Birna Þórisdóttir 26. feb. 2020 : Af hverju hreyfing í Mottumars?

Nú styttist í Mottumars, árlegt verkefni Krabbameinsfélagsins, sem er í senn vitundarvakning um krabbamein hjá körlum og fjáröflun fyrir félagið. Í ár leggjum við áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Birna Þórisdóttir 11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Einn af hverjum þremur fær krabbamein

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Ég skil þig - vitundarvakning um jafningjastuðning

Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn. Af því tilefni beinir Krabbameinsfélagið sjónum að mikilvægi jafningjastuðnings og hrindir af stað í samvinnu við Kraft vitundarvakningunni „Ég skil þig“ þar sem stuðningsfulltrúar deila reynslu sinni.

Síða 1 af 2

Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?