Ása Sigríður Þórisdóttir 30. mar. 2022 : 70 andlit í 70 ár - Sóley Kristjánsdóttir

Sóley Kristjánsdóttir greindist með krabbamein árið 2017 þá 37 ára og hafði aldrei orðið veik, var með tvö lítil börn og hélt að ekkert gæti komið fyrir sig. Greiningin kom henni mjög mikið á óvart.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. mar. 2022 : Alþjóðlegur dagur Lynch heilkennis er í dag

Lynch heilkenni (heitið heilkenni er notað yfir safn einkenna) er arfgengt, þ.e. það erfist milli kynslóða. Það að hafa arfgenga tilhneygingu (stökkbreytingu) til Lynch heilkennis eykur líkur á ákveðnum krabbameinum, sérstaklega ristil-, endaþarms-, og legbolskrabbameinum. Lynch heilkenni orsakast af stökkbreytingum í DNA viðgerðargenum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár – Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn segir Krabbameinsfélagið fyrst og fremst hafa verið að þrýsta á um að hér yrði heilbrigðisþjónusta sem tæki á þessum alvarlega sjúkdómi með öllu því afli sem ein þjóð getur gert og telur engan vafa á því að félagið hefur áorkað mjög miklu í þeim efnum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. mar. 2022 : Innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. 

Guðmundur Pálsson 15. mar. 2022 : Upptaka frá málþinginu „Ræðum um ristilinn”

Upptaka frá árlegu málþingi Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) er nú aðgengileg á vefnum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. mar. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár – Sólmundur Hólm

Þó Sóli Hólm hafi ekki verið inni á gafli hjá Krabbameinsfélaginu í sínum veikindum þá finnst honum það vera viss forréttindi að það sé einhver svona veikindategund sem eigi svona geðveikt öflugt og heilt félag sem hafi verið til í 70 ár sem hægt sá að leita til ef maður veikist, það er í raun bara lúxus.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. mar. 2022 : Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í par!

„Við erum algjörlega í skýjunum yfir frábærum móttökum við Mottumarssokkum ársins“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Salan í ár hefur slegið öll met og er langmesta sala frá upphafi Mottumars, sem hófst árið 2011, enda er hönnun hjónanna Bergþóru og Jóels í Farmers Market á sokkunum einstaklega falleg og ekki skemmir hjartað sem leynist í hverju pari.

Ása Sigríður Þórisdóttir 10. mar. 2022 : Gerð Svarthvítu hetjunnar

Auglýsingar Mottumars hafa alltaf vakið athygli. Hér fáum við innsýn í gerð Mottumarsauglýsingarinnar í ár og sjáum fólkið á bak við auglýsinguna. 

Guðmundur Pálsson 8. mar. 2022 : Kóti­lettu­kvöld í tilefni Mottu­mars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til Kótilettukvölds þann 17. mars í tilefni Mottumars. Boðið verður upp á skemmtiatriði, fræðslu, reynslusögu og happdrætti.

Guðmundur Pálsson 7. mar. 2022 : Málþing: Ræðum um ristilinn

Árlegt málþing Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) verður haldið í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands Hringsal á Landspítala miðvikudaginn 9. mars kl.14.30.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. mar. 2022 : Alþjóðlegi HPV-dagurinn er í dag

HPV-bólusetningar draga verulega úr áhættu á leghálskrabbameini en einnig ætti að þiggja boð í skimun.

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2022 : Upp með sokkana – þú ert eldri en þú heldur

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum, hefst formlega í dag 1. mars.  Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi. Minnum karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við einkenni.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?