Ása Sigríður Þórisdóttir 30. mar. 2022 : 70 andlit í 70 ár - Sóley Kristjánsdóttir

Sóley Kristjánsdóttir greindist með krabbamein árið 2017 þá 37 ára og hafði aldrei orðið veik, var með tvö lítil börn og hélt að ekkert gæti komið fyrir sig. Greiningin kom henni mjög mikið á óvart.

Ása Sigríður Þórisdóttir 22. mar. 2022 : Alþjóðlegur dagur Lynch heilkennis er í dag

Lynch heilkenni (heitið heilkenni er notað yfir safn einkenna) er arfgengt, þ.e. það erfist milli kynslóða. Það að hafa arfgenga tilhneygingu (stökkbreytingu) til Lynch heilkennis eykur líkur á ákveðnum krabbameinum, sérstaklega ristil-, endaþarms-, og legbolskrabbameinum. Lynch heilkenni orsakast af stökkbreytingum í DNA viðgerðargenum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár – Þorsteinn Pálsson

Þorsteinn segir Krabbameinsfélagið fyrst og fremst hafa verið að þrýsta á um að hér yrði heilbrigðisþjónusta sem tæki á þessum alvarlega sjúkdómi með öllu því afli sem ein þjóð getur gert og telur engan vafa á því að félagið hefur áorkað mjög miklu í þeim efnum.

Ása Sigríður Þórisdóttir 17. mar. 2022 : Innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (ERC) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. 

Guðmundur Pálsson 15. mar. 2022 : Upptaka frá málþinginu „Ræðum um ristilinn”

Upptaka frá árlegu málþingi Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) er nú aðgengileg á vefnum. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. mar. 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár – Sólmundur Hólm

Þó Sóli Hólm hafi ekki verið inni á gafli hjá Krabbameinsfélaginu í sínum veikindum þá finnst honum það vera viss forréttindi að það sé einhver svona veikindategund sem eigi svona geðveikt öflugt og heilt félag sem hafi verið til í 70 ár sem hægt sá að leita til ef maður veikist, það er í raun bara lúxus.

Ása Sigríður Þórisdóttir 11. mar. 2022 : Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í par!

„Við erum algjörlega í skýjunum yfir frábærum móttökum við Mottumarssokkum ársins“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. Salan í ár hefur slegið öll met og er langmesta sala frá upphafi Mottumars, sem hófst árið 2011, enda er hönnun hjónanna Bergþóru og Jóels í Farmers Market á sokkunum einstaklega falleg og ekki skemmir hjartað sem leynist í hverju pari.

Ása Sigríður Þórisdóttir 10. mar. 2022 : Gerð Svarthvítu hetjunnar

Auglýsingar Mottumars hafa alltaf vakið athygli. Hér fáum við innsýn í gerð Mottumarsauglýsingarinnar í ár og sjáum fólkið á bak við auglýsinguna. 

Guðmundur Pálsson 8. mar. 2022 : Kóti­lettu­kvöld í tilefni Mottu­mars

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til Kótilettukvölds þann 17. mars í tilefni Mottumars. Boðið verður upp á skemmtiatriði, fræðslu, reynslusögu og happdrætti.

Guðmundur Pálsson 7. mar. 2022 : Málþing: Ræðum um ristilinn

Árlegt málþing Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) verður haldið í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands Hringsal á Landspítala miðvikudaginn 9. mars kl.14.30.

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. mar. 2022 : Alþjóðlegi HPV-dagurinn er í dag

HPV-bólusetningar draga verulega úr áhættu á leghálskrabbameini en einnig ætti að þiggja boð í skimun.

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. mar. 2022 : Upp með sokkana – þú ert eldri en þú heldur

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum, hefst formlega í dag 1. mars.  Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi. Minnum karlmenn sérstaklega á að kynna sér og þekkja hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við einkenni.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?