Ása Sigríður Þórisdóttir 23. nóv. 2022 : Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Guðmundur Pálsson 22. nóv. 2022 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. nóv. 2022 : Arion banki og Vörður styðja Krabba­meins­félagið

Arion banki og Vörður styrktu Krabbameinsfélagið um 2.178.000 króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Ása Sigríður Þórisdóttir 16. nóv. 2022 : Wok On styrkir Bleiku slaufuna

Í Bleiku slaufunni í október voru rauðu take-away boxin á Wok On sett í bleik­an bún­ing og runnu 50 krón­ur af hverj­um seld­um rétti til Krabbameinsfélagsins. Óhætt er að segja að lands­menn hafi tekið þessu vel og seld­ust ríf­lega 23.000 rétt­ir og söfnuðust alls 1.161.950 kr. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. nóv. 2022 : Central Iceland styrkir Bleiku slaufuna um 2.467.000 krónur

Rakel Þórhallsdóttir eigandi Central Iceland afhenti á dögunum Bleiku slaufunni ágóðann af sölu bleiku húfunnar og treflanna að upphæð 2.467.000 kr. Verkefnið hófst í fyrra með sölu á bleika treflinum sem seldist upp og í ár bættist bleika húfan við og aftur seldist bæði trefillinn og húfan upp. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 14. nóv. 2022 : Vinnustofan VISS á Flúðum styrkti Krabbameinsfélagið

Vinnustofan VISS á Flúðum langaði að leggja sitt að mörkum til að styðja við bleikan október og máluðu fallega steina sem þau seldu á 1000 krónur stykkið og allur ágóðinn rann til Krabbameinsfélagsins. Steinarnir voru seldir á vinnustofu VISS á Flúðum og á bleika deginum fóru þau svo um bæinn og seldu stofnunum og fyrirtækjum sem eru staðsett á Flúðum steina.

Ása Sigríður Þórisdóttir 8. nóv. 2022 : 1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Viðskiptavinir Orkunnar söfnuðu 1,5 milljónum króna til Bleiku slaufunnar, átaks Krabbameinsfélagins. Söfnunin fór þannig fram að á Bleika deginum, 14. október, runnu 5 krónur af hverjum seldum lítra til átaksins. Til viðbótar safna Orkulyklar viðskiptavina sem eru skráðir í hóp Bleiku slaufunnar 1 krónu á hvern seldan lítra allt árið en 2 krónur í október. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 4. nóv. 2022 : Starfsfólk Símans styrkir Krabbameinsfélagið

„Krabbamein snertir okkur öll, við leggjum okkar af mörkum til minningar um vini okkar og samstarfsfólk sem lotið hefur í lægra haldi í baráttunni við krabbamein í gegnum árin og hugsum fallega til þeirra með því að styðja Krabbameinsfélagið„ segir Anna María.

Ása Sigríður Þórisdóttir 2. nóv. 2022 : Stjórnmálamenn geta breytt heiminum

Danski stjórnmálamaðurinn Lars Lökke Rasmussen hefur mikið verið í umræðunni í sambandi við dönsku þingkosningarnar í gær. Sérstaka athygli okkar hjá Krabbameinsfélaginu vakti í gær þegar Lars nefndi hve mikils hann mæti heiðursverðlaun sem danska Krabbameinsfélagið veitti honum og Bent Hansen árið 2018. Þau verðlaun voru sannarlega verðskulduð og veitt fyrir að koma á svokölluðum „kræftpakker“ (sem við viljum kalla Forganginn). 

Ása Sigríður Þórisdóttir 1. nóv. 2022 : Jóhannes Tómasson er látinn

Jóhannes Tómas­son, blaða­maður og fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi, lést á Land­spítalanum í Foss­vogi þann 28. októ­ber sl. eftir snarpa og krefjandi baráttu við krabbamein, langt fyrir aldur fram. Við leiðarlok þakkar Krabbameinsfélagið Jóhannesi vinsemd og vel unnin störf í þágu félagsins og vottar fjölskyldu hans innilega samúð.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?