Vandann verður að leysa og lausnin er til

Krabbameinsfélagið hefur átt í viðræðum um vandann við fulltrúa Landspítala í eitt og hálft ár. Fulltrúar spítalans deila þeirri skoðun félagsins að vandinn er mjög aðkallandi.

Til að viðhalda góðum árangri í meðferð krabbameina og gera enn betur verður aðstaða að vera fyrsta flokks.

https://www.youtube.com/watch?v=U0bfJxO-pZE&t=1s


Landspítali hefur unnið hugmyndir að lausn, sem hægt er að vinna á næstu þremur árum.

Tillaga Landspítala

Á Landspítala hefur verið unnin tillaga að lausn á vanda deildarinnar. Um er að ræða lausn sem nýtist til frambúðar og passar vel við staðsetningu annarrar þjónustu við fólk með krabbamein á spítalanum. 

  • K-bygging er bakvið aðalbygginu Landspítala og hefur hún staðið hálfkláruð um áratugaskeið.
  • Niðurstaða frumathugunar, byggð á fyrirliggjandi gögnum, er að brýnt sé að ráðast í byggingu viðbyggingar við K-byggingu um 1112m², til að rúma dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á einni hæð, um 970m². 
  • Deildin yrði þar í nálægð við geislameðferð krabbameinslækninga á 10K og legudeildir blóð- og krabbameinslækninga á E og G. Ekki er gert ráð fyrir að dagdeildin fari í nýjan meðferðarkjarna og staðsetningin því hugsuð til lengri tíma.
  • Kostnaðaráætlun framkvæmda byggt á þessari frumáætlun er um 1.260 m.kr með kostnaði við nauðsynlegar breytingar og tilfærslur innanhúss. 
  • Deiliskipulag liggur fyrir. Framkvæmdin er tiltölulega einföld þannig að hægt yrði að taka nýja deild í notkun í upphafi árs 2024.  


Leysum málið – lausnin er til!