© Mats Wibe Lund

Eldri starfsemi

Starfsemi 2015-2016

Stuðningshópurinn Von í Grundarfirði hefur eins og undanfarin ár haldið sína mánaðarlegu fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Að venju hefur félagið tekið þátt í dvalarkostnaði vegna lækninga fjarri heimabyggð. Nokkrar beiðnir um aðra fjárstyrki bárust sem hægt var að sinna.

Sveinbjörg Eyvindsdóttir.

Starfsemi 2014-2015

Áttundi aðalfundur félagsins var haldinn 26. apríl 2012. Starf hefur að mestu legið niðri fyrir utan árlega hefðbundna fjáröflun. Níundi aðalfundurinn var haldinn 28. apríl 2015. Ein breyting var á stjórn.

Í tilefni af því að félagið fagnar 10 ára afmæli á þessu ári ákvað aðalfundur að gefa veglegar peningagjafir í nýjan vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands og til Ljóssins.

Stuðningshópurinn Von í Grundarfirði hefur eins og undanfarin ár haldið sína mánaðarlegu fundi fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Að venju hefur félagið tekið þátt í dvalarkostnaði vegna lækninga fjarri heimabyggð. Nokkrar beiðnir um aðra fjárstyrki bárust sem hægt var að sinna.

Sveinbjörg Eyvindsdóttir. 


Var efnið hjálplegt?