© Mats Wibe Lund

Hvammstangi

Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs var stofnað 13. október 1968. Félagið hefur í gengum árin styrkt forvarnarverkefni í skólum og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga með tækjakaupum. Formaður félagsins er Guðrún Helga Marteinsdóttir.

Starfsemi 2021

Starfsemi 
Haldnir voru 2 stjórnarfundir á s.l ári og aðalfundur. Tölvutæknin var þó nýtt með samskiptum stjórnarmeðlima gegnum tölvupóst og messenger.

Styrkir og gjafir
Starfsemin hefur verið með minnsta móti á s.l ári. Covid-19 spilar þar stórt hlutverk. Sláturbasar er stór liður í fjáröflun félagsins og hefur verið haldinn annaðhvert ár. Ekki tókst að halda hann árið 2020 vegna Covid-19 og átti að reyna árið 2021, en tókst ekki heldur vegna Covid-19.

Seld eru minningarkort í nafni félagsins allt árið um kring og fást þau á heilsugæslunni, versluninni Hlín og hjá formanni.

Félagið gaf Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga gjafir á árinu:

Sessur í útihúsgögn og bakstra.

Á árinu voru krabbameinssjúkir styrktir fjárhagslega. Okkur bárust einnig margar góðar gjafir á árinu bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð í lok árs.

Enginn komst frá stjórn á Aðalfund KÍ 2021.

Starfsemi 2020


Starfsemi
Haldnir voru 2 stjórnarfundir á s.l. ári og aðalfundur. Tölvutæknin var þó nýtt með samskiptum stjórnarmeðlima gegnum tölvupóst og messenger.

Styrkir og gjafir
Starfsemin hefur verið með minnsta móti á s.l. ári. Covid-19 spilar þar stórt hltuverk. Sláturbasar hefur verið haldinn annaðhvert ár, en ekki tókst að halda hann á s.l. ári vegna Covid-19.

Seld eru minningarkort í nafni félagsins allt árið um kring og fást þau á heilsugæslunni og versluninni hlín. Eitthvað var eftir að pennum og málböndum frá fyrri árum og var restin sett í sölu á árinu og gekk það ágætlega.

Félagið gaf Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga gjafir á árinu.

  • Lyfjadælu ásamt fylgihlutum
  • Blóðþrýstingsmæla 4 stk.
  • Loftdýnu og náttborð 6 stk.
  • Hægindastólar 2 stk.
  • Sumarhúsgögn, borð og stóla.

Á árinu voru krabbameinssjúkir styrktir fjárhagslega. Okkur bárust einnig margar góðar gjafir á árinu bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Fjárhagsstaða félagsins er mjög góð í lok árs.

Enginn komst frá stjórn á aðalfund KÍ 2020.

Stjórnin.


Starfsemi 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Hvammstangalæknishéraðs var haldinn 17. september 2019.
Jóna Guðrún Ármannsdóttir gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarseetu og við tók Þorbjörg Helga Sigurðardóttir. Að öðru leyti er stjórn skipuð sama fólki og áður; Soffía Anna Steinarsdóttir formaður, Sigurbjörg Geirsdóttir gjaldkeri, Marín Sigurbjörg Karlsdóttir og Elsche Oda Apel meðstjórnendur.

Enginn stjórnarfundur var haldinn á árinu. Tölvutæknin var þó nýtt til samskipta milli stjórnarmeðlima gegnum tölvupóst.

Starfsemi félgsins hefur verið með minnsta móti undanfarin ár. Stjórn félagsins ákvað að selja ekki smávöru á árinu þar sem félagið stendur vel fjárhagslega.

Félagið gaf engar gjafir á árinu 2019 en styrkti krabbameinssjúka á svæðinu fjárhagslega.

f.h. stjórnar,
Soffía Anna Steinarsdóttir
formaður

Starfsemi 2018

Aðalfundur var haldinn 11. júní 2018. Geir Karlsson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu og við tók Soffía Anna Steinarsdóttir. Að öðru leyti er stjórn skipuð sama fólki og áður; Sigurbjörg Geirsdóttir gjaldkeri, Jóna Guðrún Ármannsdóttir, Marín Sigurbjörg Karlsdóttir og Elsche Oda Apel meðstjórnendur.

Einn stjórnarfundur var haldinn 18. september í aðdraganda haustbasarsins. Þar fyrir utan má segja að tölvutæknin hafi verið nýtt með samskiptum stjórnarmeðlima gegnum tölvupósta í nokkur skipti.

Starfsemi félagsins hefur verið með minnsta móti undanfarin ár en á árinu fagnaði félagið 50 ára afmæli og af því tilefni var haustbasarinn öllu veglegri en áður. Stjórn félagsins stóð fyrir sláturgerð í október og var slátrið selt á haustbasarnum ásamt ýmsu öðru matarkyns og handverki sem félaginu var gefið af velunnurum þess. Kaupfélag Vestur Húnvetninga gaf allt hráefni til sláturgerðarinnar og Félagsheimilið á Hvammstanga styrkti félagið með því að leyfa afnot af eldhúsi þess til verksins.

Félagið gaf sjúkradeild HVE Hvammstanga vökvadælu á árinu auk þess að styrkja krabbameinssjúka á svæðinu fjárhagslega.


Var efnið hjálplegt?