Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs var stofnað 13. október 1968. Félagið hefur í gengum árin styrkt forvarnarverkefni í skólum og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga með tækjakaupum. Formaður félagsins er Soffía Anna Steinarsdóttir.
Aðalfundur Krabbameinsfélags
Hvammstangalæknishéraðs var haldinn 17. september 2019.
Jóna Guðrún Ármannsdóttir gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarseetu og við
tók Þorbjörg Helga Sigurðardóttir. Að öðru leyti er stjórn skipuð sama fólki og
áður; Soffía Anna Steinarsdóttir formaður, Sigurbjörg Geirsdóttir gjaldkeri,
Marín Sigurbjörg Karlsdóttir og Elsche Oda Apel meðstjórnendur.
Enginn stjórnarfundur var haldinn á árinu. Tölvutæknin var þó nýtt til samskipta milli stjórnarmeðlima gegnum tölvupóst.
Starfsemi félgsins hefur verið með minnsta móti undanfarin ár. Stjórn félagsins ákvað að selja ekki smávöru á árinu þar sem félagið stendur vel fjárhagslega.
Félagið gaf engar gjafir á árinu 2019 en styrkti krabbameinssjúka á svæðinu fjárhagslega.
f.h. stjórnar,
Soffía Anna Steinarsdóttir
formaður
Aðalfundur var haldinn 11. júní 2018. Geir Karlsson gaf ekki kost á sér til frekari formannssetu og við tók Soffía Anna Steinarsdóttir. Að öðru leyti er stjórn skipuð sama fólki og áður; Sigurbjörg Geirsdóttir gjaldkeri, Jóna Guðrún Ármannsdóttir, Marín Sigurbjörg Karlsdóttir og Elsche Oda Apel meðstjórnendur.
Einn stjórnarfundur var haldinn 18. september í aðdraganda haustbasarsins. Þar fyrir utan má segja að tölvutæknin hafi verið nýtt með samskiptum stjórnarmeðlima gegnum tölvupósta í nokkur skipti.
Starfsemi félagsins hefur verið með minnsta móti undanfarin ár en á árinu fagnaði félagið 50 ára afmæli og af því tilefni var haustbasarinn öllu veglegri en áður. Stjórn félagsins stóð fyrir sláturgerð í október og var slátrið selt á haustbasarnum ásamt ýmsu öðru matarkyns og handverki sem félaginu var gefið af velunnurum þess. Kaupfélag Vestur Húnvetninga gaf allt hráefni til sláturgerðarinnar og Félagsheimilið á Hvammstanga styrkti félagið með því að leyfa afnot af eldhúsi þess til verksins.
Félagið gaf sjúkradeild HVE Hvammstanga vökvadælu á árinu auk þess að styrkja krabbameinssjúka á svæðinu fjárhagslega.