Beint í efni

Styrkja starfið

Stuðningur og faðmlag fjölskyldu

Leggðu þitt af mörkum

Öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi fólksins og fyrirtækjanna í landinu. Þú getur gengið í lið rúmlega 21.000 Velunnara sem styðja félagið í hverjum mánuði eða lagt þitt af mörkum á annan hátt. Leiðirnar eru margar. Saman náum við árangri!

Vefverslun

Í vefverslun félagsins er hægt að kaupa fallegar vörur til gjafa eða bara fyrir sig. Um leið styrkir þú baráttuna gegn krabbameinum.

Skoða vefverslun

Sum­ar­happ­drætti 2024 - út­drátt­ur

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins 2024. Aðalvinningurinn er Mazda MX-30 rafbíll frá Brimborg, að verðmæti um 5,5 milljónir króna. Þrír vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna. Vinningar eru 339 talsins að verðmæti um 67,5 milljónir króna. Vinningarnir eru skattfrjálsir og dregið var 17. júní.

Bíll - happadrætti
Happadrætti - hjól

Happ­drætti Krabba­meins­fé­lags­ins

Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem alltaf hefur fengið góðar viðtökur. Stuðningur almennings og fyrirtækja í landinu gerir allt starf Krabbameinsfélgasins mögulegt, fræðslu og forvarnir, ráðgjöf og stuðning við sjúklinga og aðstandendur og vísindastarf.

Taktu þátt í bar­átt­unni, því líf­ið ligg­ur við

Mánaðarlegur stuðningur rúmlega 21.000 Velunnara, einstaklinga og fyrirtækja er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land. Saman náum við meiri árangri. Þinn stuðningur er nauðsynlegur, því lífið liggur við.

Fjölskylda

Viltu hefja þína eig­in söfn­un til stuðn­ings Krabba­meins­fé­lag­inu?

Vissir þú að öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja? Stuðningurinn er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins í forvörnum og fræðslu, ráðgjöf og rannsóknum.

Minn­ing­ar­kort

Það er hlý og falleg hefð að minnast þeirra sem kveðja með því að senda aðstandendum minningarkort. Listaverkið á kortinu er eftir Eggert Pétursson listmálara og það inniheldur einfalda kveðju á íslensku, ensku eða dönsku.

Minningarkort

Ný dag­deild er nauð­syn
– lausn­in er til!

Baráttumál sem varðar okkur. Einn af hverjum þremur Íslendingum getur vænst þess að greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Hlúum vel að sjúklingum – og aðstandendum þeirra.

Teikningar af byggingu
Eldri maður horfir út um gluggann

Allt þetta gera Velunnarar mögulegt

  • Við vitum að ráðgjöf félagsins hefur reynst fólki ómetanleg.

  • Við vitum að rannsóknir vísa leiðina fram á við. Krabbameinsfélagið stundar vísindarannsóknir og veitir myndarlega styrki til íslenskra krabbameinsrannsókna.

  • Það er krefjandi að þurfa að dvelja langdvölum fjarri heimili vegna rannsókna og meðferðar. Fólki utan af landi býðst að dvelja í notalegum íbúðum félagsins í Reykjavík .

  • Sérhæfð ráðgjöf og stuðningur við börn fólks með krabbamein.