Beint í efni
Jólahappdrætti 2025

Jóla­happ­drætti Krabba­meins­fé­lags­ins 2025

Miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins hafa verið sendir út. Með þátttöku í happdrættinu á fólk möguleika á glæsilegum vinningum um leið og það styrkir baráttuna gegn krabbameinum. Happdrætti Krabbameinsfélagsins hefur verið starfrækt óslitið í 70 ár og komið mörgu til leiðar.  

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur umsjón með rekstri og framkvæmd happdrættis Krabbameinsfélagsins og nýtir tekjur af því fyrst og fremst til fræðslu- og forvarnarstarfs. Sem dæmi um verkefni sem tekjum hefur verið varið til á undanförnum árum má nefna: hvatningarátakið Skrepp í skimun sem unnið var í samstarfi við Brjóstamiðstöð Landspítala og hefur staðið yfir frá því í október 2023 og átt þátt í betri þátttöku kvenna í brjóstaskimunum. Fræðslumyndin Brjóstamein, sem var að mestu leyti fjármögnuð fyrir tekjur happdrættisins, fjallar um brjóstakrabbamein frá ýmsum hliðum og var sýnd á RÚV í september 2023 en myndbrot úr henni hafi verið birt á samfélagsmiðlum reglulega síðan. Einnig árvekniherferðin „Gott líf er ávani um heilbrigða lífshætti sem fór fyrst af stað árið 2023 og byggist á „European Code Against Cancer – tólf leiðir til að draga úr líkum á krabbameini“. 

Í jólahappdrættinu fá konur senda happdrættismiða. Vinningar eru 376 talsins að verðmæti tæpar 67 milljónir króna.  

  • Aðalvinningurinn, að verðmæti 5.090.000 krónur er MG4 Electric rafmagnsbíll, frá BL ehf. 
  • Fjörutíu vinningar eru úttektir frá Erninum, hver að verðmæti 500.000 krónur.  
  • Sjötíu og fimm vinningar eru úttektir frá Fjallakofanum, hver að verðmæti 75.000 krónur.  
  • 100 gjafabréf frá Icelandair, hvert að verðmæti 200.000  krónur.  
  • 160 gjafabréf frá Smáralind, hvert að verðmæti 100.000 krónur.  

Vinningarnir eru skattfrjálsir. 

Jólahappdrætti 2025

Dregið verður 24. desember og verða vinningstölur birtar hér í lok dags 29. desember og í Morgunblaðinu þann 30. desember. Byrjað verður að greiða út vinninga 12. janúar, 2026. 

Við hvetjum fólk  til að bregðast vel við og kaupa heimsenda miða. Greiddur heimsendur miði er með tvöfaldar vinningslíkur (tvö miðanúmer). Happdrættismiðarnir eru sendir sem greiðsluseðlar til að auðvelda þeim sem vilja taka þátt í happdrættinu að greiða miðana í heimabanka og eiga möguleika á glæsilegum vinningum.  

Miðar eru einnig til sölu í vefverslun Krabbameinsfélagsins og á skrifstofu félagins í Skógarhlíð 8. Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 540 1928. Hægt er að hringja í það númer ef óskað er eftir að kaupa miða með greiðslukorti.  

Baráttan gegn krabbameinum er brýn. Krabbameinsfélagið spáir að krabbameinum fjölgi um 63% til ársins 2045, fyrst og fremst vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það er hins vegar ekki greipt í stein því mörg krabbamein eru lífsstílstengd og því er hægt að fækka þeim. Rannsóknir benda til að hægt sé að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum.  

Því skiptir öflugt forvarnarstarf miklu máli. Árangur af forvarnarstarfi sést meðal annars á nýgengi lungnakrabbameins sem er á niðurleið hér á landi.