Beint í efni

Gerast Velunnari

Skref 1 af 3

Vissir þú að öll starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi fólks og fyrirtækja? Mánaðarlegur stuðningur rúmlega 21.000 Velunnara, einstaklinga og fyrirtækja er forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Saman náum við meiri árangri. Þinn stuðningur er nauðsynlegur, því lífið liggur við.

Veldu upphæð

Sláðu inn upplýsingar.

Þú hefur valið að styrkja að upphæð 3.000 kr. mánaðarlega.
Sláðu inn greiðsluupplýsingar.

Mánaðarlegur stuðningur rúmlega 21.000 Velunnara, einstaklinga og fyrirtækja, er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Velunnarar bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land. Með því að ganga í lið Velunnari leggur þú þitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.

Velunnarar eru hluti af starfinu.

Velunnarar fá reglulega fréttir af starfinu og þeim árangri sem við náum í sameiningu.

Velunnarar fá endurgreiðslu frá skatti

Þú færð skattaafslátt fyrir þína mánaðarlegu styrki sem Velunnari. Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Dæmi: Velunnari sem greiðir 2.000 kr. styrk til Krabbameinsfélagsins á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 kr. og greiðir þannig í raun 14.900 kr. fyrir 24.000 kr. styrk til félagins.

Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt.

Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu 10.000 til 350.000 kr.

Nánari upplýsingar á rsk.is.

Stuðningur og faðmlag fjölskyldu

Ég er stolt af því að vera Velunnari Krabbameinsfélagsins. Krabbamein snertir okkur öll og hefur snert mig persónulega, því vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar.


- Kveðja frá Velunnara

Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja

Fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 500.000 kr. lækkar tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til félagsins.


Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is. Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e. 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá Krabbameinsfélaginu.

Nánari upplýsingar á rsk.is.

Allt þetta gera Velunnarar mögulegt

  • Við vitum að ráðgjöf félagsins hefur reynst fólki ómetanleg.

  • Við vitum að rannsóknir vísa leiðina fram á við. Krabbameinsfélagið stundar vísindarannsóknir og veitir myndarlega styrki til íslenskra krabbameinsrannsókna.

  • Það er krefjandi að þurfa að dvelja langdvölum fjarri heimili vegna rannsókna og meðferðar. Fólki utan af landi býðst að dvelja í notalegum íbúðum félagsins í Reykjavík .

  • Sérhæfð ráðgjöf og stuðningur við börn fólks með krabbamein.