Minningarkort
Minningarkort Krabbameinsfélagsins eru send aðstandendum í minningu látinna ástvina.
Kortin sjálf eru með mynd eftir Eggert Pétursson og innihalda einfalda kveðju á íslensku, ensku eða dönsku. Þau eru send samdægurs eða fyrsta virka dag eftir pöntun.
Sendandi ákveður sjálfur framlag sitt og getur valið að ánafna gjöf sína til Krabbameinsfélagsins eða aðildarfélaga og stuðningshópa þess. Kostnaður við prentun korts og burðargjöld er innifalin.