Hvers vegna fær fólk krabbamein?

Krabbamein geta átt upptök sín í næstum öllum vefjum og líffærum líkamans.

Krabbamein geta átt upptök sín í næstum öllum vefjum og líffærum líkamans.

Krabbamein myndast þegar breytingar verða á erfðaefni frumu og veldur því að hún starfar ekki lengur eins og heilbrigðar frumur af sama tagi. Fruman fer meðal annars að fjölga sér stjórnlaust og þannig myndast illkynja æxli.

En hvað getur valdið slíkum breytingum á erfðaefninu?

Ýmsir þættir geta haft neikvæð áhrif á starfsemi erfðaefnis frumu. Þegar skemmdir í erfðaefninu eru þannig að fruman ræður ekki við að lagfæra þær og hún breytist í krabbameinsfrumu er nær alltaf um að ræða samanlögð áhrif nokkurra þátta. Þessir áhrifaþættir eru sumir þess eðlis að þeim verður ekki breytt, t.d. aldur og erfðir. Þannig er almennt líklegra eftir því sem við eldumst að krabbamein myndist og svo hafa sumir erft ákveðnar veilur í erfðaefni sem veldur því að þeir eru líklegri til að mynda ákveðnar gerðir krabbameina.

Aðrir þættir eru hinsvegar aðallega utanaðkomandi, þar á meðal ýmsir sem tengjast almennum lífsháttum fólks.

Áhættuþættir krabbameina

Helstu staðfestir þættir sem auka líkur á krabbameinum eru:

IARC (International Agency for Research on Cancer) flokkar áhættuþætti krabbameina, sjá allan listann hér. Ráð til að draga úr líkum á krabbameinum má finna hér.


Var efnið hjálplegt?