Ég skil þig - vitundarvakning

Krabbameinsfélagið og Kraftur starfrækja Stuðningsnetið. Í því eru um 140 stuðningsfulltrúar, fólk á öllum aldri sem hefur greinst með krabbamein eða eru aðstandendur. Þau eru tilbúin að hlusta, deila og vera til staðar fyrir þig. „Ég skil þig“ er vitundarvakning um mikilvægi þess að fá stuðning, bæði fyrir hinn greinda og aðstandendur þegar krabbamein eru annars vegar því það getur létt mjög undir í breyttum og krefjandi hlutverkum.

Þú getur óskað eftir að tala við jafningja sem skilur þig. Hringdu í síma 866 9618 eða sóttu um hér. Ef þú vilt gerast stuðningsfulltrúi geturðu sótt um hér.

Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum 4. febrúar birtast nú ólíkar sögur stuðningsfulltrúa í Stuðningsnetinu. Auk þess verða 13 viðtalsmyndbönd við stuðningsfulltrúa birt á tímabilinu 4-18. febrúar. 

 #égskilþig  #stuðningsnetið


Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Ása: Gott að hafa stuðningsfulltrúa þegar maður er hræddur

Ása Nishanti Magnúsdóttir er 34 ára og greindist með eitlakrabbamein fyrir fimm árum. Hún hefur misst báða foreldra sína úr krabbameini.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Gísli: Sorgarferlið hefst við greiningu

Gísli Álfgeirsson er 39 ára en á síðasta ári lést eiginkona hans eftir sex ára baráttu við brjóstakrabbamein. Saman eiga þau þrjú börn og Gísla finnst mikilvægt að styðja við barnafjölskyldur.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Ingibjörg: Óttuðust dauðann fyrst, en eru sprelllifandi

Ingibjörg Þorgerður Þorleifsdóttir er 65 ára. Hún hefur tvívegis greinst með lungnakrabbamein, fyrst 50 ára og svo 64 ára. Hún ákvað að gerast stuðningsfulltrúi og veita stuðning sem hana vantaði í sínu ferli.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Nílsína: Stuðningsfulltrúinn gaf von og létti þungu fargi

Nílsína Larsen Einarsdóttir greindist með eitlakrabbamein fyrir níu árum, þá 32 ára. Hún hafði reynslu af því að vera aðstandandi, en pabbi hennar greindist með krabbamein í hálsi þegar hún var tvítug.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Guðmundur: Erfiðasta hugsunin að þetta sé búið

Guðmundur G. Hauksson er 65 ára. Hann greindist fyrir 11 árum með krabbamein í blöðruhálskirtli og upplifði margar erfiðar hugsanir í tengslum við greiningu og meðferð, sér í lagi þegar taka þurfti ákvarðanir varðandi möguleika í meðferð.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Sandra Dögg: Erfitt að eiga á hættu að deyja

Sandra Dögg Eggertsdóttir greindist fyrir fimm árum, þá 18 ára, með Ewing Sarcome beinkrabbamein í viðbeini. Jafningjastuðningur hjálpaði henni og auðveldaði ferlið.

Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. feb. 2020 : Salvör: Annað en að fara til sálfræðings

Salvör Sæmundsdóttir er 29 ára og var einungis 17 ára þegar hún missti systur sína úr krabbameini. Hún segir mikið álag að vera aðstandandi og að systkini verði gjarnan útundan í ferlinu.

Síða 1 af 2

Var efnið hjálplegt?