Guðmundur: Erfiðasta hugsunin að þetta sé búið

  • Guðmundur G. Hauksson

Guðmundur G. Hauksson er 65 ára. Hann greindist fyrir 11 árum með krabbamein í blöðruhálskirtli og upplifði margar erfiðar hugsanir í tengslum við greiningu og meðferð, sér í lagi þegar taka þurfti ákvarðanir varðandi möguleika í meðferð.

„Þetta var í raun eitt mesta áfall sem hægt er að upplifa að greinast með krabbamein. Það sem kemur einhvern veginn upp í hugann er “þetta er búið” og það er ekkert smá mál að eiga við þessa hugsun. Að geta talað við einhvern sem hefur upplifað þetta og gengið í gegnum þetta er einstakt. Það koma upp svo margar spurningar bæði tilfinningalegar og líkamlegar. Ég tala ekki um þegar það á að fara taka ákvarðanir þegar það liggja kannski á borðinu einhverjir möguleikar í því að gera hlutina svona eða hinsegin.“

„Maður fær frá fyrstu hendi upplifun og reynslu frá fólki sem er búið að ganga í gegnum þetta“

https://youtu.be/RwW9ZSTO5hA

„Jafningjafræðslan er alveg gríðarlega góð gagnvart því að skilja bara hvernig er að eiga við þetta, taka upplýstari ákvarðanir og geta líka fengið innsýn inn í það hvernig er að upplifa þetta. Hvernig er að ganga í gegnum þetta áður en þú gerir það sjálfur. Þarna er ég í raun sem stuðningsfulltrúi að nýta það sem ég hef gengið í gegnum og hjálpa öðrum að líða betur.

Að ganga einn í gegnum svona er ekki gott vegna þess að þetta er mikið að eiga við og getur sótt mikið á mann. Það er svo mikils virði að hafa einhvern til að tala um þetta við og opna málið gagnvart öðrum. Það gerir alla þessa hluti miklu auðveldari. Stuðningsnetið er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir einstaklinginn sem er að greinast. En það er ekki síður mikilvægt að Stuðningsnetið kemur inn á aðstandendur því þeir eru líka að ganga í gegnum hlutina með þeim sem greinast og þurfa á stuðningi að halda.“

Guðmundur er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu 



Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?