© Mats Wibe Lund

Austur-Húnavatnssýsla

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og eru félagsmenn 200 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.

Starfsemi 2021-2022

Stjórn

Kosin á aðalfundi 3. Júní 2020

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir

Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir

Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir

Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir

Starfsemi

Stjórnin hélt fáa stjórnarfundi á starfsárinu en hafði mikil upplýsinga samskipti með tölvupóstum sín á milli enda þurfti að afgreiða það sem fyrir lá nokkuð fljótt eins og styrki vegna krabbameinsmeðferðar. Hamlaði fundum að covid geisaði ennþá og í nágrenninu.

Aðalfundur 2021 var haldinn á veitingastaðnum Teni 19. Maí 2021. Formaður flutti þá skýrslu stjórnar og lagðir voru fram reikningar sem sýndu þokkalega útkomu.

Framlag til heilsugæslu HSN veitt 2020 var tæki sem er til þess að nema betur hjartslátt. Ásdís yfirhjúkrunarfræðingur svæðis tók á móti gjafabréfi og hafði tækið þá þegar verið tekið í notkun. Fengum við síðar endurgreiðslu virðisaukaskatts af því. Áfram var heilsugæslan á HSN Blönduósi styrkt og nú var hún styrkt um framlag til kaupa á þægilegum rafdrifnum kvennaskoðunarstóli sem leysti af hólmi eldri skoðunarstól. Sótt var um í Velunnarasjóðinn til að standa straum af kostnaðinum. Allir í stjórn tóku þátt í þessum verkefnum og voru samþykkir að stóllinn sem tæki notaður m.a. við skimun á leghálskrabbameini væri til þæginda fyrir konur.

Styrkir, fjármál

Auk að borga kvennaskoðunarstólinn voru veittir fleiri styrkir til félagsmanna á árinu en að venju og er kostnaður í ársreikningi. Sala minningarkorta hefur dregist nokkuð saman en innheimta félagsgjalda er misjöfn eftir árum. Þar sem eldri félagar kveðja og brottfluttir greiða oft ekki.

Fundir

Samkvæmt lögum KÍ skal boða til formannafundar að jafnaði tvisvar á ári þar sem kynnt eru þau málefni sem unnið er að á vegum KÍ og aðildarfélaganna. Formaður sótti því 2 rafræna formannafundi, sá fyrri 20. september. Kynning var frá Höllu um starfsemi KÍ og um hvað væri á döfinni. Kynnti hún tölulegar upplýsingar um þróun krabbameina og að aðildarfélög kynni sér þessar upplýsingar. Nú séu um 1700 manns á ári sem greinast en taldi fjölgun á næstu árum. Sagði m.a. frá rannsókn sem nefnist Áttavitinn og hægt er að finna þær útkomur á vef KÍ. Formaður sem og aðrir formenn höfðu nokkrar mínútur til að segja frá starfsemi félags síns. Útprent er til af fundargerð þessa fundar hjá formanni og sjá má að alls konar verkefni eru í gangi hjá aðildarfélögunum sem vert er að skoða.

Síðari formanna fundurinn var 13. des. og fjallaði hann um endurskoðun á stefnu KÍ sem flutt var yfirferð um. Megin markmiðið stefnunar er að fækka veikum, lækka dánar tíðni og bæta lífsgæði þeirra sem veikjast. Áhersla er á að bæta forvarnir og vegna lífsstílsþátta.

Í október í bleika mánuðinum voru HSN Blönduósi, Blönduóskirkja, Skagastrandarkirkja og Bólstaðarkirkja lýst upp í bleiku og gert til þess að minna á átak KÍ um krabbamein í konum. Komu þessar lýsingar á öllum fjórum stöðum vel út í skammdeginu sérlega í kirkjunni á Blönduósi sem stendur rétt við þjóðveginn.

Lokaorð

Árið hefur verið bæði skemmtilegt en leitt að stjórnarfundum fækkaði vegna faraldurs en stjórnin hefur í staðinn aðstoðað og beitt öðru samskiptaformi og séð verður nú fram á betri tíma. Styrkjum hefur fjölgað mikið með beiðnum til félagsins og gott að vita að þar getum við beitt okkur vel í þágu félagsmanna sem og til framfara í heilbrigðisþjónustu í héraðinu t.d. með nýju tæki með tengsl við skimanir í héraði. Nauðsynlegt er sem áður að afla nýrra félagsmanna með ráðum og dáðum en við eigum trygga félagsmenn en afföll verða þó og í litlu héraði eru margir í ýmsum félagsstörfum. Áfram mun starfsemi okkar samt dafna með hjálp félagsmanna.

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður

Starfsemi 2020-2021

Stjórn

Kosin á aðalfundi 3. Júní 2020

Formaður: Sveinfríður Sigurpálsdóttir

Ritari: Kristín Rós Sigurðardóttir

Gjaldkeri: Péturína L. Jakobsdóttir

Meðstjórnandi: Margrét Einarsdóttir

Meðstjórnandi: Viktoría Erlendsdóttir

Starfsemi

Stjórnin hélt fáa fundi á árinu vegna Covid heimsfaraldurs en hafði jafnframt mikil samskipti sín á milli gegnum tölvu og síma sem bjargaði samskiptum stjórnar. Aðalfundur dróst fram í júní mánuð af þeim sökum. Formaður sótti mjög upplýsandi aðalfund KÍ í júní og tók einnig þátt í formannafundinum haldinn 3. des. á Zoom og fékk þar fréttir af starfi annarra félaga og í ljós kom að faraldurinn hafði einnig allmikil áhrif á vinnu þeirra.

Viðburðir

Á aðalfundinum sem var fámennur, kom góður gestur til okkar Ásdís Arinbjarnardóttir frá heilsugæslu HSN sem gaf upplýsingar og var með kynningu á brýnni þörf á tækinu Holter sem gagnast myndi vel skjólstæðingum þeirra. Tóku félagsmenn vel í þær hugmyndir. Á fundinum var einnig afhent gjafabréf til sjúkradeildar HSN sem er loftdýna til notkunar á sjúkradeild. Félagið tók þátt í Bleikamánuðinum að venju í október. Bleikar filmur voru útvegaðar fyrir Blönduós og Skagastrandarkirkja, Bólstaðarhlíðarkirkju og Bergstaðarkirkju í Svartárdal sem er ný kirkja í hópinn og auk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Blönduósi. Allar þessar byggingar lýstu glæsilega bleiku ljósi utan sem innan þeirra og út í umhverfið og skammdegið.

Fræðslu og forvarnarverkefni

Félagið sá um dreifingu blaðs Krabbameinsfélagsins á svæðinu. Farið var með eintök til opinberra stofnana á svæðinu og s.s. hárgreiðslustofu, Lyfju, N1 og annarra þjónustuaðila þar sem fólk gæti kynnt sér efni blaðsins. Gera má ráð fyrir að það hafi farið ca. 6 klst. í þá vinnu.

Styrkir

Félagið fékk kærkomin styrk úr Velunnarsjóði KÍ að upphæð 250.000 kr. Veittir voru 2 styrkir á árinu til einstaklinga vegna gistinga og meðferðar. Veittur var verulegur styrkur til heilsugæslu HSN á Blönduósi til kaupa á Holter sem er sérhæft tæki til að rannsaka hjartslátt. Sjá upphæð í ársreikningi, vaskur var endurgreiddur til okkar eftir þó nokkur bréfa og samskipti við Skattinn. Tækið fór strax í notkun en formleg afhending þess er framundan.

Samstarf

Mikið samstarf hefur verið við starfsfólk HSN sjúkrahúss og heilsugæslu vegna styrks til tækjakaupa sem þeir sem greinst hafa með krabbamein sem annarra munu hafa aðgang að. Má nefna að félagið er með gögn sín í geymslu hjá stofnuninni í nokkrum kössum og nýtur þessara fyrirgreiðslu. Mikið samstarf hefur verið við Lyfju á Blönduósi og Skagaströnd sem í mörg ár hafa selt minningarkort okkar og fá þessir staðir ómetanlegt þakklæti frá stjórn.

Fjármál

Krabb A-Hún. er ekki félag sem á að safna peningum en innkomuliðir okkar byggjast á árgjaldi félaga og sölu minningarkorta og er því jákvæð útkoma 2020 en minnt skal á það hlutverk okkar að styrkja og styðja við krabbameinssjúka. Helstu kostnaðarliðir voru gjöfin til HSN og styrkir til einstaklinga. Við sendum umsókn inn til KÍ þ.e. Velunnarasjóðsins fyrir afmælishátíðinni 2019 og sótt var um kr. 409.000 frá félaginu. Ákveðið var af sjóðnum að veita félaginu kr. 250.000 fyrir hátíðinni sem við erum þeim afar þakklát fyrir.

Lokaorð

Árið 2020 hefur verið öðruvísi en önnur ár með fjöldatakmörkunum vegna faraldursins. Stjórnin hefur reynt að framfylgja lögum og reglum félagsins eins og kostur er og beiðnum um aðstoð en alltaf má gera betur. Við í stjórn viljum sérstaklega þakka félagsmönnum fyrir samstarf og trúmennsku við félagið alla tíð.

Starfsemi 2019-2020

Stjórnin hélt fáa fundi á starfsárinu vegna ýmissa aðstæðna og s.s. vegna covidveiru í samfélaginu en hafði upplýsingasamskipti með tölvupóstum sín á milli. Sent var af stjórnarkonum pistill á Húnahornið um " Viltu gerast félagi í Krabb-A-Hún og af hverju? fyrir aðalfundinn 2019 sem var haldinn 7. maí og með hefðbundu sniði ársskýrslu, reikninga og kosningum. Farið var yfir reikningana sem urðu til vegna afmælisins í mars 2019. Voru þeir nokkuð háir sem vitað var um fyrir afmælið. Boð frá KÍ kom í janúar 2020 að sækja ætti um í Velunnarasjóð KÍ og gripum við það tækifæri að sækja um styrk úr sjóðnum vegna afmælisins. Var það gert með dyggum stuðningi gjaldkera félagsins.

Veittir voru nafnlausir styrkir viðkomandi við krabbameinsmeðferðir innanlands t.d. fyrir námskeið og líka legudaga í nýju sjúkrahóteli LSH. Í október í bleika mánuðinum var HSN Blönduósi, Blönduósskirkja, Skagastrandarkirkja og Bólstaðarkirkja lýst upp í bleiku og gert til að minna á átak KÍ um krabbamein í konum. Komu þessar lýsingar vel út í skammdeginu. Formaður sat mjög fróðlegan formannafund KÍ sem haldinn var 20. sept. og að þessu sinni hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis á Akureyri. Var formaður ásamt öðrum valin þar sem fundarritari og fundargerð send út í tölvupósti. KÍ bað um aðstoð við að dreifa fjölda af nýju riti félagsins að nafni Nýjar leiðir-Nýjar áskoranir um héraðið sem var gert að hluta til en vegna Covid aðstæðna er þeirri dreifingu brátt lokið.

Stjórnin minnir á sölu minningarkorta félagsins sem ávalt fást hjá formanni, hjá Lyfju á Blönduósi og Skagaströnd og hægt er að kaupa þau á vefnum www. krabb.is og leita þeirra undir nafni Krabbameinsfélags Austur-Húnavatnssýslu. Eins er á þessum vef líka hægt að gerast félagi og velunnari okkar félags sem ekki veitir af til að félagið aðstoði áfram sem endranær þá sem kljást við veikindi vegna krabbameins og til að styrkja nærsamfélagið í héraðinu.

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður


Starfsemi 2018-2019

Stjórnin hélt marga fundi á starfsárinu og hafði auk þess óformlega fundi með tölvupósti. Er leið á sumarið kom í ljós að KÍ ætlaði ekki að útvega hluti til sölu að hausti. Ástæðan var sú að mjög mörg aðildarfélög eru hætt að selja hluti á haustin og er það leitt fyrir minni félög. En félagið átti nokkuð af óseldum hlutum svo að hefðbundin sala fór fram.

Aðalfundur 2018 var haldinn 2. maí sem var með seinna móti og ekki var ráðist í að fá fyrirlesara að þessu sinni en ákveðið að stjórnin einbeitti sér að því að hefja undirbúning að 50 ára afmælinu.

Krabbameinsfélagið í Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 af miklum myndarskap fyrstu stjórnar þess og félaga á stofnfundi. Ákveðið var vegna mjög margra annarra viðburða í héraðinu að færa afmælið til 3. mars á þessu ári. Stjórn skipti með sér verkum og send voru út boðskort til fyrrverandi formanna og til eins úr fyrstu stjórninni. Einnig fóru beiðnir um styrki vegna þessa stórafmælis til fjölmargra fyrirtækja í héraði og út fyrir það. Mörg fyrirtæki veittu styrki sem félagið er afar þakklátt fyrir. Afmælið var síðan haldið í Félagsheimilinu Blönduósi þar sem það var stofnað og mættu yfir hundrað manns. Flutt var upprifjun um sögu félagsins, erindi frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis af framkvæmdastjóra þess og frá Krabbameinsfélagi Íslands einnig af framkvæmdastjóra þess, mörg tónlistaratriði voru flutt og loks viðamikið veislukaffi að lokum. Pistill um sögu félagsins var sendur í Húnavökuritið hér í héraði. Þó nokkrir gengu í félagið í afmælisveislunni eða síðar.

Veittir voru árlega styrkir vegna dvalar við krabbameinsmeðferðar bæði innanlands og erlendis. Í október s.l. var HSN Blönduósi og 2 kirkjur í héraðinu lýstar upp í bleiku til að minna á átak KÍ um krabbamein í konum. Strandarklúbbur 6 kvenna frá Skagaströnd hlaut verðlaun í Bleika mánuðinum frá KÍ.

Einnig að vetri færðum við HSN Blönduósi að gjöf Talley loftdýnu í sjúkrarúm að verðmæti 250.000 kr. eftir afslátt frá fyrirtækinu. Fór dýnan strax í notkun.

Formaður sat líka auka aðalfund og formannafund KÍ í Reykjavík.

Sveinfríður Sigurpálsdóttir, formaður.


Var efnið hjálplegt?