Högni: Margt sem læknirinn getur ekki sagt manni

Högni Sigurjónsson er 63 ára. Fyrir tíu árum greindist hann með Non-Hodgkins eitlakrabbamein og aftur sjö árum seinna.

Sóley Erla: Krabbamein ekki það versta

Sóley Erla Ingólfsdóttir greindist 42 ára með hvítblæði og maðurinn hennar hafði áður greinst með krabbamein. Þau komust bæði í gegnum veikindin og líta léttvægt á sín veikindi í samanburði við fatlaðan son þeirra.

Guðrún Sesselja: Fannst þetta fyrst óyfirstíganlegt

Guðrún Sesselja Sigurðardóttir var 39 ára árið 2016 þegar maðurinn hennar greindist með krabbamein. Þau voru með stórt heimili; fjögur börn á aldrinum eins og tveggja ára, 7 og 15. Fyrsta hugsunin var að tala við einhvern með reynslu af því að vera maki með stóra fjölskyldu.

Berglind Þóra: Áfall að greinast með krabbamein 20 ára

Berglind Þóra Haraldsdóttir er 27 ára. Hún varð fyrir miklu áfalli þegar hún greindist með Hodgkins eitlakrabbamein einungis tvítug að aldri. Greiningin var ekki aðeins áfall fyrir hana, heldur einnig áfall fyrir fjölskyldu og vini.

Arnar Sveinn: Logandi hræddur, en reynslusögur hjálpuðu

Arnar Sveinn Geirsson er 36 ára í dag en var einungis 11 ára þegar hann missti móður sína úr krabbameini. Áfallið mótaði hann fyrir lífstíð.

Ágústa Erna: Fólk gjarnt á að fókusa einungis á hinn veika

Ágústa Erna Hilmarsdóttir er 47 ára. Hún greindist með brjóstakrabbamein 35 ára og aftur 37 ára þegar meinvörp voru komin víða um líkamann. Áður hafði hún verið aðstandandi þegar systir hennar gekk í gegnum meðferð við hvítblæði.

Þráinn: Mikilvægt að finna að maður er ekki einn

Þráinn Þorvaldsson er 75 ára gamall, en var 61 árs þegar hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Nura: Erfitt að vera útlendingur með krabbamein

Nura Rashid er frá Singapore. Hún er 44 ára en greindist 36 ára gömul með brjóstakrabbamein. Hún veit hversu erfitt það er að vera útlendingur á Íslandi í þeim sporum og er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu auk þess að reka stuðningshóp hjá félaginu. 

Pétur: Hélt fyrst að ég gæti þetta einn - ég hafði rangt fyrir mér

Pétur Helgason var 40 ára fyrir rúmu ári þegar eiginkona hans greindist með brjóstakrabbamein. Við tók tímabil þar sem allir hans kraftar fóru í að sinna vinnu, hugsa um heimili, fjögur börn og hund á meðan konan gekk í gegnum meðferð.

Rósa Björg: Búin að sætta mig við að verða aldrei söm

Rósa Björg Karlsdóttir er 51 árs og greindist fyrir 10 árum með illvígt krabbamein í ristli sem hafði dreift sér í endaþarm, legháls og eitla í kviðarholi. 

Síða 2 af 2

Fleiri sögur

Kristín Þórsdóttir

4. feb. 2020 : Kristín: Það krefst mikils styrks að leita sér stuðnings

Kristín Þórsdóttir var 33ja ára þegar hún missti manninn sinn úr krabbameini en þau eiga þrjú börn saman. Veikindin tóku 11 ár og tóku mikið á. Nú, tveimur árum seinna, þykir Kristínu dýrmætt að hægt sé að leita stuðnings hjá einhverjum sem skilur út frá eigin reynslu.

Lesa meira
Anna Lára Magnúsdóttir

4. feb. 2020 : Anna Lára: Maður er ekki einn í heiminum

Anna Lára Magnúsdóttir er 47 ára og greindist fyrir sjö árum með brjóstakrabbamein. Henni fannst jafningjastuðningurinn veita sér von um að hún fengi gamla lífið sitt til baka. 

Lesa meira
Anna Maria Milosz

4. feb. 2020 : Anna María: Svo gott að pústa við einhvern sem skilur

Anna María greindist 34. ára með Non-Hodgkins eitilfrumukrabbamein en gaf sér ekki tíma til að hitta stuðningsfulltrúa. Hún sér eftir því í dag og telur mikilvægt að þiggja jafningjastuðning.

Lesa meira
Haukur Gunnarsson

4. feb. 2020 : Haukur: Samtalið er magnað fyrirbæri

Haukur Gunnarsson er sjötugur og greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir þremur árum. Hann og kona hans hafa sótt stuðning í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem hefur auðveldað þeim að tala saman um veikindin og áskoranirnar sem þeim fylgja. 

Lesa meira
Ragnheiður Guðmundsdóttir

4. feb. 2020 : Ragnheiður: Greiningin breytti lífi mínu

Ragnheiður Guðmundsdóttir er 37 ára og greindist með krabbamein í lífhimnu og lifur fyrir ári síðan. Kvíði, áfallastreita og þunglyndi fylgdu veikindunum og hún vill hjálpa öðrum með stuðningi í Stuðningsnetinu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?