Hvað er Velunnari
Velunnarar Krabbameinsfélagsins eru þeir sem kjósa að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðing til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring. Kynntu þér framlag Velunnara hér.
Markmið Velunnara
- að færri greinist með krabbamein
- að finna leiðir til að greina sjúkdóminn fyrr
- og að færri deyji úr sjúkdómnum
- að sjúklingar fái betri þjónustu og meðferð
- að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein
- að finna lækningu við krabbameini (rannsóknir)
- að láta gott af sér leiða
Mánaðarlegur stuðningur
Mánaðarlegur stuðningur er árangursríkasta leiðin til að styðja við baráttuna gegn krabbameini því þannig getur félagið búið við ákveðinn stöðugleika í starfseminni og jafnframt lágmarkað fjáröflunarkostnað. Sem Velunnari hefur þú ávallt yfirsýn yfir þann stuðning sem þú veitir og getur hvenær sem er óskað eftir breytingum eða hætt stuðningi.