Vertu Velunnari
Mánaðarlegur stuðningur þeirra rúmlega 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Án Velunnara væri starfsemin harla fátækleg því þeir bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land.
- Með Velunnurum veitum við stuðning
- Með Velunnurum eflum við rannsóknir
- Með Velunnurum bjóðum við heimili að heiman
- Með Velunnurum styðjum við börnin
- Með Velunnurum veitum við leiðsögn
- Með Velunnurum fækkum við tilfellum
- Með Velunnurum er líf eftir krabbamein
Á undanförnum 50 árum hafa lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi tvöfaldast. Við ætlum að gera enn betur fyrir komandi kynslóðir.
Velunnarar bera uppi starfsemina árið um kring. Taktu þátt í baráttunni með okkur!
Velunnarar fá endurgreiðslu frá skatti
Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið. Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. Nánari upplýsingar á RSK.is.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 2000 króna styrk til Krabbameinsfélagsins á mánuði fær skattafslátt að fjárhæð 9.100 krónur og greiðir þannig í raun 14.900 fyrir 24 þúsund króna styrk til félagins.
Athugið að endurgreiðslan getur verið bæði hærri og lægri því dæmið er byggt á meðaltekjum sem voru samkvæmt RSK 794.000 árið 2020 en tekjuskattshlutfall er breytilegt. Einstaklingar geta fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna.
Fyrirtæki geta líka fengið skattaafslátt vegna styrkja
Fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 500 þúsund lækkar tekjuskattinn sinn um 100 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 400 þúsund fyrir 500 þúsund króna styrk til félagsins.
Athugið að dæmið er eingöngu til upplýsinga - sjá nánar á RSK.is Styrkur eða gjöf nær ekki til kaupa á vörum. Miðað er við algengustu skattprósentu lögaðila, þ.e 20%. Upplýsingar um gjafir og styrki koma árlega frá Krabbameinsfélaginu.