Áttavitinn
Rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Niðurstöður Áttavitans varpa ljósi á ýmsa þætti í heilbrigðiskerfinu og fjölþættar þarfir þeirra sem greinast með krabbamein.
Krabbameinsfélagið mun nýta niðurstöður Áttavitans í hagsmunagæslu fyrir þá sem greinast með krabbamein. Von félagsins er einnig að niðurstöðurnar vísi fagfólki og stjórnvöldum veginn í vinnu sinni við að skapa enn betri aðstæður fyrir hópinn.
Niðurstöður rannsóknarinnar:
- Skýrsla 1 af 3: Aðdragandi greiningar og greiningarferlið
- Skýrsla 2 af 3: Krabbameinsmeðferðin
- Skýrsla 3 af 3: Þriðja skýrslan snýr að andlegri og líkamlegri heilsu þátttakenda á þeim tíma sem spurningalistanum var svarað. Gert er ráð fyrir að hún komi út um mitt ár 2023.
Áttavitinn er rannsókn á vegum
Krabbameinsfélags Íslands sem einstaklingum, 18 ára og eldri, sem greindust með krabbamein á
árunum 2015 – 2019, bauðst að taka þátt í. Markmiðið með rannsókninni er að rannsaka reynslu þeirra af greiningar- og meðferðarferlinu. Þátttakendur skráðu sig með rafrænum skilríkjum í rannsóknina á tímabilinu júní 2020 til apríl 2021.
Spurningalistinn sem notaður er í Áttavitanum er byggður á rannsókn danska krabbameinsfélagsins en aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélagsins, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Maskínu og Taktikal.
Algengar spurningar um rannsóknina og þátttöku og svör við þeim má sjá hér. Ef þú hefur frekari spurningar um rannsóknina þá getur þú sent póst á netfangið: attavitinn@krabb.is eða hringt í síma 835-4040.