Að tala við börnin um krabbamein

Ef börn eru í fjölskyldunni er mikilvægt að segja þeim frá því að þú hafir greinst með krabbamein. Í dag vita börn töluvert um krabbamein, sem var ekki reyndin fyrr á árum. Samskipti við börn hafa líka breyst á undanförnum árum en í dag er algengara að börnum sé leyft að vera þátttakendur þegar veikindi koma upp og að þau fái upplýsingar, í takt við sinn þroska, frekar en að þeim sé haldið utan við það sem er að gerast.


Hér finnur þú meðal annars slóð á bæklinginn, Mamma, pabbi hvað er að? en þar er að finna upplýsingar og ráð um hvernig hægt er að bera sig að við að ræða við börnin um krabbamein.

Einnig er hægt að hafa samband við ráðgjafa hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í síma 800 4040 eða radgjof@krabb.is


Var efnið hjálplegt?