© Mats Wibe Lund

Árnessýsla

Krabbameinsfélag Árnesssýslu var stofnað 29. maí 1971 og eru félagsmenn 279 talsins. Félagið heldur úti stuðningshópnum Brosinu sem kemur saman aðra hvora viku. Einnig býður félagið upp á uppákomur og fræðslu fyrir félagsmenn sína sem hefur verið mikil ánægja með. Formaður félagsins er Svanhildur Ólafsdóttir. 

Starfsemi 2019

Samantekt: Enn á ný höfum við horft á félagið okkar stækka og eflast. Að mati félaga einkennist félagið af samhug, samkennd og gagnkvæmum skilningi og hefur myndast mikill kærleikur milli félaga í hópnum. Stöðugt er leitast við að mæta þjónustuþörf félaga, hlusta á óskir þeirra og finna vettvang þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Styrkveitingar frá Krabbameinsfélagi Íslands, ómetanlegir styrkir frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum, veitti félaginu færi til að bjóða uppá heilsueflandi námskeið og fræðslu félögum sínum að kostnaðarlausu. Einnig hefur félagið lagt áherslu á að bjóða uppá viðburði og fræðslu sem eru opnir öllum, óháð hvort þeir séu skráðir félagar og er litið á slíka viðburði sem mikilvæga auglýsingu og markaðsetningu fyrir félagið. Mætingar á bæði fræðslu, námskeið og aðra viðburði hafa verið mjög vel sóttir en þó enginn eins og BleikaBoðið sem haldið var í annað sinn í október og jókst fjöldi gesta um rúmlega hundrað milli ára. Samstarf við Krabbameinsfélag Íslands og HSU varðandi ráðgjöf á Selfossi, var mikil lyftistöng fyrir félagið og jók sýnileika þess til muna.

Nokkrir nýjir viðburðir voru prófaðir á árinu, má þar nefna Sálgæslustundir sem ákveðið var að bjóða uppá í desember og voru vel sóttar. Ákveðið var að bjóða reglulega uppá slíkar stundir á nýju ári og hafa það að verklagsreglu að bjóða uppá slíka stund ef félagi fellur frá.

Janúar

· Heimsókn frá Sigurði Böðvarssyni krabbameinslækni

· Jóga 2x í viku

Febrúar

· Broshittingur hálfsmánaðarlega

· Jóga 2x í viku

Mars

· Fjölguðum hittingum, hittumst nú annan hvern fimmtudag og annan hvern föstudag í vikunni á móti

· Jóga 2x í viku

Apríl

· Karlahópurinn stofnaður – hittast hálfsmánaðarlega

· Bros hittingur hálfsmánaðarlega

· Snyrtivörukynning

· Jóga 2x í viku

Maí

· Gönguhópurinn stofnaður – göngum 1x í viku

· Golfnámskeið hófst 2x í viku

· Bros hittingur og karlahópur hálfsmánaðarlega

Júní

· Fyrirlestur frá Þorra sálfræðing um kvíða

· Fyrirlestur frá Matta Ósvald markþjálfa

· Broshittingur og karlahittingur hálfsmánaðarlega

· Jóga 2x í viku

· Félögum boðið út að borða á Surf&Turf – lokun á vorönninni og haldið í sumarfrí

Ágúst

· Starfsemin hófst undir lok ágúst með Broshitting – mjög góð mæting og töluðu allir um hvað þeir höfðu saknað hópsins. Fundum fyrir miklum kærleika og samhug innan hópsins

September

· Broshittingur og Karlahittingur hálfsmánaðarlega

· Dvöl í Bergmáli í tvær nætur – mjög góð mæting, gist var í öllum herbergjum og flestir buðu maka sínum með. Aukning þátttakenda í ferðina var 50% milli ára.

· Jóga námskeið hófst á ný, lokaður hópur 1x í viku – ákveðið að prófa að breyta tíma og fjölda.

· Námskeið um svefn – Erla Björnsdóttir. Mæting mjög góð, um 30 manns

· Fulltrúar félagsins viðstaddir kaffiboð Hsu þar sem þakkir voru færðar félaginu fyrir gjöf sem veitt var fyrr á árinu.

· Samstarf við Ráðgjafaþjónustuna hófst, viðtöl á Selfossi 2x í mánuði.

· BleikuTútturnar skipulagsnefnd fyrir BleikaBoðið, hófu undirbúning fyrir bleikan október

· Formaður félagsins tók við styrk-gjöf að upphæð 500 þúsund frá Oddfellow stúlku á Selfossi

Október

· Bleika-boðið haldið í Hótel Selfoss (mæting um 250 manns)

· Þátttaka í BleikriMessu í Selfosskirkju. Formaður og félagi fluttu ávarp sem fjallaði um mikilvægi starfsemi félags eins og Krabbameinsfélagsins

· Bærinn skreyttur bleikum slaufum og fánum

· Broshittingur með bleiku ívafi og bleikum veitingum

Nóvember

· Hefðbundinn jafningjastuðnings-hittingur aðra hverja viku. Karlahópur á þriðjudögum og opinn hópur á fimmtudögum

· Sálgæslustundir hófust

Desember

· Jólahlaðborð þar sem félögum var boðið í hlaðborð á Hótel Selfoss og þeir hvattir til að bjóða mökum með, sem greiddu fyrir sjálfa sig en félagið hafði fengið gott verðtilboð.

· JólaBros með pökkum, kaffi og smákökum

· Karlahittingur

· Sálgæslustundir haldnar vikulega

Fyrir hönd Krabbameinsfélag Árnessýslu,

Svanhildur Ólafsdóttir, formaður.

 

Starfsemi 2018

Starfsárið 2018 var mjög gott og viðburðaríkt hjá félaginu. Töluverð fjölgun félaga var jafnt og þétt yfir árið og þátttaka í viðburðum almennt góð. Við árslok 2018 var fjöldi félagsmanna 279.

 • Félagið naut góðs samstarfs við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og fékk meðal annars til sín námskeiðið og fyrirlestra bæði á vor og haustönn.
 • Fastir hittingar hjá Brosinu, stuðningshópi félagsins og þátttakendum fjölgaði töluvert.
 • Næringarfræðingurinn Berglind Blöndal var með fyrirlestur um hollt og gott mataræði
 • Einnar nætur gisting í Bergheimum, makar voru velkomnir með.
 • Október var viðburðaríkur og skemmtilegur. Bleik messa í samstarfi við Selfosskirkju þar sem félagi sagði frá reynslu sinni af ferlinu og hve mikilvægur vinahópurinn reyndist henni auk þess sem fjórar vinkonur hennar sögðu frá sinni upplifun af því að eiga vinkonu í krabbameinsferli.
 • Slegið var upp stórveislu í Tryggvaskála í tilefni af Bleikum október. Bleika boðið fór fram úr öllum væntinum og var salurinn smekkfullur af konum og körlum. Haldið var happdrætti með ótal mörgum glæsilegum vinningum og sá Sigga Kling um að skemmta gestum. Tryggvaskáli gaf veitingar og ungt tónlistarfólk af svæðinu söng nokkur lög. Mjög vel heppnað kvöld sem er vonandi komið til að vera árlegur viðburður hjá félaginu.
 • Í okóber var ljósmyndasýningin Bleik sett upp í Krónunni. Tveir félagar tóku þátt í sýningunni og vakti hún verðskuldaða athygli bæjarbúa. Fánum bleiku slaufunnar var flaggað á aðal hringtorg bæjarins og bleikar slaufur hengdar á tré og staura á aðalgötunni.
 • Regluleg greinaskrif í Dagskrána (svæðisfréttamiðill) um krabbameinsferlið, aukin virkni á samfélagsmiðlum og umtal hefur gert félagið sýnilegra og sífellt fleirri leita eftir stuðningi og ráðgjöf.
 • Á vormánuðum bauð félagið uppá fjögurra vikna golfnámskeið sem var opið bæði félögum og mökum þeirra. Námskeiðinu lauk síðan með innanfélagsmóti og hamborgaraveislu í lokin.
 • Bæði á vor og haustönn bauð félagið uppá jóganámskeið tvisvar sinnum í viku í samstarfi við YogaSálir á Selfossi.
 • Kynning á starfsemi Krafts.
 • Jólagleði var haldin með félögum, boðið var uppá mat og haldinn var pakkaleikur.

Svanhildur Ólafsdóttir, formaður 


Var efnið hjálplegt?