Tóbaks­varnir og fræðsla hjá Krabba­meins­félagi höfuð­borgar­svæðis­ins

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og fræðsluerindum í húsi Krabbameinsfélagsins og hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Hægt er að hafa samband í síma 540 1900 eða senda póst á netfangið reykleysi@krabb.is

Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Fagleg ráðgjöf bætir árangur til reykleysis. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Lífslíkur og lífsgæði aukast við að hætta óháð því á hvaða aldri einstaklingur er.

Sendu póst á reykleysi@krabb.is óskir þú eftir upplýsingum um námskeið.

Styrkir stéttarfélagið þitt námskeið til að hætta reykingum?

Stéttarfélög sem staðfest er að styrkja námskeið til að hætt að reykja.

Nánari upplýsingar um námskeiðið "Viltu hætta að reykja"?

Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur um árabil haldið námskeið í reykbindindi. Þátttakendur á reykbindindisnámskeiðum Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins hittast átta sinnum á þriggja mánaða tímabili í u.þ.b. klukkustund í senn. Á fundunum er farið ítarlega í  undirbúning fyrir reykleysi. Ef reykingamaður er að hugsa um að hætta þá er það mjög mikilvægt að undirbúa sig vel áður en hætt er að reykja. Því betri sem undirbúningurinn er, þeim mun meiri árangurs má vænta.  Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um reyklaussvæði, tóbaksfíkn, fráhvarfseinkenni, lyf sem geta hjálpað, streitu, næringu, hreyfingu og hvað er jákvætt við að hætta að reykja.

Tveir fyrstu fundirnir eru undirbúningsfundir fyrir reykleysið.  Á fyrstu tveimur fundunum er fólk m.a. hvatt til að draga úr reykingum með því að fækka þeim svæðum sem reykt er á. Jafnframt er fólk að sætta sig við þá ákvörðun að hætta að reykja. Það hjálpar þátttakendum að vera búnir að ákveða reyklaus svæði á heimilum sínum sem nokkurs konar athvarf þegar reykingum er hætt.

SÍMAÞJÓNUSTA - RÁÐGJÖF Í REYKBINDINDI

Daginn sem þriðji fundurinn er haldinn þá hætta allir að reykja. Fólk hefur undirbúið sig í tvær vikur fyrir þennan dag en samt sem áður fylgir honum mikil spenna. Vegna þess að fyrstu dagarnir eru erfiðastir þá er fjórði fundurinn haldinn í sömu viku svo þátttakendur hittast því tvisvar sinnum með stuttu millibili fyrstu reyklausu dagana. Þannig fá þeir styrk og stuðning til að halda áfram í reykbindindi.

Fróðleikur um reyktóbak og munn-og neftóbak

Síðustu fjórir fundirnir eru stuðningsfundir til þess að styðja fólk í gegnum fráhvarfseinkenni og að festa reyklaust líf í sessi. Eftir að námskeiðinu líkur er eftirfylgni í ár. Leiðbeinandinn hringir þrisvar sinnum á árinu og fylgist með hvernig gengur.

SÍGARETTUREYKINGAR - TAKTU PRÓFIÐ!

Skráning á námskeiðið "Viltu hætta að reykja?"

Hægt er að skrá sig á námskeiðin í síma 540 1900 eða á reykleysi@krabb.is .

Leiðbeinandi er Ingibjörg K. Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur.  Námskeiðið kostar 18.000 kr. (sem jafngildir því að reykja pakka á dag í tvær vikur). Öryrkjar, eldri borgarar, atvinnulausir og hjón fá 10% afslátt. 

Samhliða almennum námskeiðum félagsins er boðið upp á sérstök námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og félagasamtaka. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn, viðtal við leiðbeinanda og eftirfylgni.

Einstaklingsmeðferð "Viltu hætta að reykja?"

Meðferðin er einstaklingsmiðuð þar sem lögð er áhersla á stuðning og ráðgjöf í formi samtala. Veittur er stuðningur og eftirfylgd í ár. Hafið samband á reykleysi@krabb.is eða í síma 540 1900 .

Fræðslurit á íslensku

Ýmis fróðleikur


Íslenskar vefsíður með ýmsum fróðleik um tóbaksvarnir:

Erlendar vefsíður með ýmsum fróðleik um tóbaksvarnir:

Fræðslurit á ensku

Vefsíður sem styðja einstaklinga til reykleysis

Ráðgjöf í reykbindindi: www.reyklaus.is

Heilsuhegðun, vefsíða Landlæknis: www.heilsuhegdun.is

Canadian Cancer Society: www.Cancer.ca/tobacco

Boston University: www.Quitnet.com

American Lung Association: http://www.quitterinyou.org/

University of Geneva: www.Stop-tabac.ch

Arizona Smoker's Helpline: www.Ashline.org  

Evropsk vefsíða sem hægt er að velja um fjölmörg tungumál: www.help-eu.com

Smokefree nhs í Bretlandi: http://smokefree.nhs.uk/

Norsk vefsíða: www.slutta.no

Sænsk vefsíða: www.slutarokalinjen.org

Vefsíður fyrir ungt fólk:

Dönsk vefsíða: www.xhale.dk

Bandarísk vefsíða: www.tobaccofreekids.org

Bandarísk vefsíða: www.teenshealth.org/teen/drug_alcohol/ 

Rannsóknir, skýrslur og talnaefni

Innlendar vefslóðir:

Erlendar skýrslur 

Lög um tóbaksvarnir

Alþingi - lög um tóbaksvarnir


Var efnið hjálplegt?