Tóbaksvarnir og fræðsla hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur um árabil aðstoðað fólk við að hætta að reykja með því að standa fyrir námskeiðum, sinna einstaklingsmeðferð og fræðsluerindum í húsi Krabbameinsfélagsins og hjá fyrirtækjum og félagasamtökum. Hægt er að hafa samband í síma 540 1900 eða senda póst á netfangið reykleysi@krabb.is.
Það að hætta að reykja er eitt það besta sem hægt er að gera til að bæta heilsuna. Fagleg ráðgjöf bætir árangur til reykleysis. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Lífslíkur og lífsgæði aukast við að hætta óháð því á hvaða aldri einstaklingur er.
- Hér má sjá Heilsufarslegan ávinning af því að hætta að reykja.
- Hér má nálgast skýrsluna „Þjóðhagsleg áhrif reykinga á Íslandi (október 2017)”.
- Hér kemstu inn á áhættureikni Hjartaverndar. Reykingar eru stærsti einstaki áhættuþáttur krabbameina.
- Hér má sjá á myndrænan hátt hvernig lungnakrabbamein myndast (texti á ensku).
- Í bæklingnum Hættu fyrir lífið eru góðar upplýsingar fyrir þá sem eru að hugsa um að hætta að reykja.
Sendu póst á reykleysi@krabb.is óskir þú eftir upplýsingum um námskeið.
Styrkir stéttarfélagið þitt námskeið til að hætta reykingum?
Stéttarfélög sem staðfest er að styrkja námskeið til að hætt að reykja.
- Bandalag háskólamanna (BHM) (fyrir þá sem starfa á almenna markaðnum). Sjá nánar hér.
- Efling stéttarfélag . Sjá nánar hér.
- Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Sjá nánar hér.
- Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Sjá nánar hér.
- Kennarasamband Íslands (KÍ). Sjá nánar hér.
Nánari upplýsingar um námskeiðið "Viltu hætta að reykja"?
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins hefur um árabil haldið námskeið í reykbindindi. Þátttakendur á reykbindindisnámskeiðum Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins hittast átta sinnum á þriggja mánaða tímabili í u.þ.b. klukkustund í senn. Á fundunum er farið ítarlega í undirbúning fyrir reykleysi. Ef reykingamaður er að hugsa um að hætta þá er það mjög mikilvægt að undirbúa sig vel áður en hætt er að reykja. Því betri sem undirbúningurinn er, þeim mun meiri árangurs má vænta. Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um reyklaussvæði, tóbaksfíkn, fráhvarfseinkenni, lyf sem geta hjálpað, streitu, næringu, hreyfingu og hvað er jákvætt við að hætta að reykja.
Tveir fyrstu fundirnir eru undirbúningsfundir fyrir reykleysið. Á fyrstu tveimur fundunum er fólk m.a. hvatt til að draga úr reykingum með því að fækka þeim svæðum sem reykt er á. Jafnframt er fólk að sætta sig við þá ákvörðun að hætta að reykja. Það hjálpar þátttakendum að vera búnir að ákveða reyklaus svæði á heimilum sínum sem nokkurs konar athvarf þegar reykingum er hætt.
SÍMAÞJÓNUSTA - RÁÐGJÖF Í REYKBINDINDI
Daginn sem þriðji fundurinn er haldinn þá hætta allir að reykja. Fólk hefur undirbúið sig í tvær vikur fyrir þennan dag en samt sem áður fylgir honum mikil spenna. Vegna þess að fyrstu dagarnir eru erfiðastir þá er fjórði fundurinn haldinn í sömu viku svo þátttakendur hittast því tvisvar sinnum með stuttu millibili fyrstu reyklausu dagana. Þannig fá þeir styrk og stuðning til að halda áfram í reykbindindi.
Fróðleikur um reyktóbak og munn-og neftóbak
Síðustu fjórir fundirnir eru stuðningsfundir til þess að styðja fólk í gegnum fráhvarfseinkenni og að festa reyklaust líf í sessi. Eftir að námskeiðinu líkur er eftirfylgni í ár. Leiðbeinandinn hringir þrisvar sinnum á árinu og fylgist með hvernig gengur.
SÍGARETTUREYKINGAR - TAKTU PRÓFIÐ!
Skráning á námskeiðið "Viltu hætta að reykja?"
Hægt er að skrá sig á námskeiðin í síma 540 1900 eða á reykleysi@krabb.is .
Leiðbeinandi er Ingibjörg K. Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Námskeiðið kostar 18.000 kr. (sem jafngildir því að reykja pakka á dag í tvær vikur). Öryrkjar, eldri borgarar, atvinnulausir og hjón fá 10% afslátt.
Samhliða almennum námskeiðum félagsins er boðið upp á sérstök námskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja og félagasamtaka. Innifalið í námskeiðsgjaldi eru námskeiðsgögn, viðtal við leiðbeinanda og eftirfylgni.
Einstaklingsmeðferð "Viltu hætta að reykja?"
Meðferðin er einstaklingsmiðuð þar sem lögð er áhersla á stuðning og ráðgjöf í formi samtala. Veittur er stuðningur og eftirfylgd í ár. Hafið samband á reykleysi@krabb.is eða í síma 540 1900 .
Fræðslurit á íslensku
- Hættu fyrir lífið
- Konur og reykingar
- Óþægilegar staðreyndir um munntóbak
- Munntóbakið - burt!
- Stop munntóbak - leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta
- Börn og óbeinar reykingar
- Staðreyndir um munntóbaksnotkun
- Munntóbak - áhugaverðar staðreyndir um munntóbaksnotkun
- Reykingar og Covid-19 - Aukin áhætta og kjörin ástæða til að hætta
Ýmis fróðleikur
Íslenskar vefsíður með ýmsum fróðleik um tóbaksvarnir:
Erlendar vefsíður með ýmsum fróðleik um tóbaksvarnir:
- Who - Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
- Tobaksfakta.se (einnig að finna efni á ensku)
- Center for desease control and prevention
- National Cancer Institude
- Action on Smoking and Health (Ash)
Fræðslurit á ensku
- How tobacco smoke causes disease: What it means to you. (Skýrsla bandaríska landlæknisins, 2010/2011.)
- Preventing Tobacco Use Among Youth and Young Adults : A Report of the Surgeon General
Vefsíður sem styðja einstaklinga til reykleysis
Ráðgjöf í reykbindindi: www.reyklaus.is
Heilsuhegðun, vefsíða Landlæknis: www.heilsuhegdun.is
Canadian Cancer Society: www.Cancer.ca/tobacco
Boston University: www.Quitnet.com
American Lung Association: http://www.quitterinyou.org/
University of Geneva: www.Stop-tabac.ch
Arizona Smoker's Helpline: www.Ashline.org
Evropsk vefsíða sem hægt er að velja um fjölmörg tungumál: www.help-eu.com
Smokefree nhs í Bretlandi: http://smokefree.nhs.uk/
Norsk vefsíða: www.slutta.no
Sænsk vefsíða: www.slutarokalinjen.org
Vefsíður fyrir ungt fólk:
Dönsk vefsíða: www.xhale.dk
Bandarísk vefsíða: www.tobaccofreekids.org
Bandarísk vefsíða: www.teenshealth.org/teen/drug_alcohol/
Rannsóknir, skýrslur og talnaefni
Innlendar vefslóðir:
Erlendar skýrslur
- World Cancer Declaration
- Lifting the smokescreen
- Smoke Free Europe makes econimic sense
- A Report of the Surgeon General: How Tobacco Smoke Causes Disease