Forvarnir

Heilsusamlegar lífsvenjur draga úr líkum á krabbameinum
Að minnsta kosti eitt af hverjum þremur krabbameinstilvikum eru talin tengjast lífsvenjum fólks. Þó að þú getir ekki tryggt þig gegn því að fá krabbamein getur þú dregið úr líkunum með heilsusamlegum lífsvenjum. Kynntu þér hvernig þú getur tekið góðar ákvarðanir fyrir þig og þína.
Nýr matarvefur: Gott og einfalt
Krabbameinsfélagið og SÍBS, í samvinnu við embætti landlæknis hafa opnað matarvefinn gottogeinfalt.is. Markmið vefsins er að hafa jákvæð áhrif á mataræði og heilsu þjóðarinnar með því að gera holla og næringarríka kosti aðgengilega öllum.

Mataræði sem dregur úr líkum á krabbameini
Með hollu og fjölbreytt matarræði er hægt að draga úr líkum á krabbameini. Borðum ríkulega af grænmeti, ávöxtum og baunum og veljum heilkornavörur. Takmörkum neyslu á rauðu kjöti og sneiðum hjá unnum kjötvörum. Takmörkum neyslu á mikið unnum, söltum og sykruðum matvörum og sykruðum drykkjum.












