Símaráðgjöf

Símaráðgjöf Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er í síma 800 4040

Við leggjum metnað okkar í að veita upplýsingar, ráðgjöf, fræðslu og stuðning til dæmis varðandi líkamleg og sálræn einkenni, réttindamál og þjónustu sem í boði er.

Við erum áfram til staðar sláðu á þráðinn

Við verðum vör við að það ástand sem hefur skapast vegna Covid-19 veirunnar hefur í mörgum tilfellum víðtæk áhrif á okkar hóp, það er, þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þrátt fyrir að við höfum þurft að skerða verulega okkar starfsemi í ljósi aðstæðna erum við áfram til staðar við símann og tilbúin að hlusta á það sem liggur þér á hjarta.

Margir hafa til að mynda haft samband og velta fyrir sér hvort þeir séu í áhættuhóp vegna veirunnar eftir greiningu krabbameins og hafa spurningar því tengt. Við höfum líka heyrt frá aðstandendum sem upplifa erfiða daga í tengslum við heimsóknabann á spítalanum.

 • Við erum við símann og tilbúin að liðsinna þér eins og við best getum alla virka daga frá kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is

Almennar upplýsingar um þjónustuna

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur og kynfræðingur. Við erum tilbúin að aðstoða;

 • ef þú eða einhver nákominn þér hefur greinst með krabbamein
 • ef þú hefur spurningar um krabbamein, meðferð eða einkenni 
 • ef þú vilt fræðast um hvernig draga má úr líkum á að fá krabbamein
 • ef þú hefur misst ástvin úr krabbameini.

Við erum tilbúin að hlusta og liðsinna þér.

Um símaráðgjöfina

 • Ráðgjafar eru við símann alla virka daga frá kl. 9-16. Símanúmerið 800 4040 er gjaldfrjálst.
 • Hægt er að senda okkur fyrirspurnir á radgjof@krabb.is. Reynt er að svara sem fyrst eða innan sólarhrings á virkum dögum.
 • Þú getur hringt í stuðningssímann hvaðan af landinu sem er. 
 • Þú þarft ekki að segja til nafns og farið er með allar upplýsingar í samtalinu sem trúnaðarmál.

Við hjá Ráðgjafarþjónustunni vitum að eftir greiningu krabbameins verður tilveran á köflum snúin og erfið. Við viljum aðstoða þig við að finna leiðir til að bæta og auðvelda þér lífið.

Við leggjum metnað okkar í að veita upplýsingar, ráðgjöf, fræðslu og stuðning til dæmis varðandi líkamleg og sálræn einkenni, félagsleg réttindi og þjónustu sem í boði er.

Algengar ástæður þess að fólk nýtir sér símaráðgjöfina

 • Ég meðtók ekki allar upplýsingarnar sem ég fékk á spítalanum í dag.
 • Ég finn fyrir depurð.
 • Ég þarf að koma athugasemd á framfæri.
 • Ég finn fyrir kvíða.
 • Ég upplifi sorg.
 • Ég finn fyrir vanlíðan eftir lyfjameðferðina/geislameðferðina.
 • Ég hef áhyggjur af fjárhagnum.
 • Ég er aðstandandi og þarf stuðning og ráðleggingar.
 • Mig vantar upplýsingar um þjónustu, stuðning og réttindamál.
 • Mig vantar ráðleggingar varðandi líkamleg einkenni og óþægindi.
 • Ég þarf fræðslu um hvernig ég ræði við börnin mín um krabbamein.
 • Ég fékk slæmar fréttir í dag og þarf tala við einhvern.
 • Ég þarf ráðleggingar varðandi lyfin mín.
 • Ég óttast að ég sé með krabbamein.
 • Mig langar að vita hvað ég get gert til draga úr líkum á krabbameini.
 • Ég þarf upplýsingar tengdar skimun vegna krabbameinssjúkdóma. 

Hringdu  í síma 800 4040 og spjallaðu við okkur um það sem þér liggur á hjarta. Stundum er gott að ræða málin við utanaðkomandi aðila.

https://youtu.be/R5nSWSVS4y0
Myndband um starfsemi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins


Var efnið hjálplegt?