© Mats Wibe Lund

Suður-Þingeyingar

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga var stofnað 22. ágúst 1968 og eru félagsmenn um 400 talsins. Markmið Krabbamensfélags Suður-Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini, ásamt því að styrkja einstaklinga í Suður-Þingeyjarsýslu sem greinst hafa með krabbamein, með ýmsum hætti. Stuðningshópur félagsins heitir Birta og formaður félagsins er Jóhanna Björnsdóttir. 

Starfsemi 2016-2017

Markmið Krabbamensfélags Suður-Þingeyinga er að styrkja málefni sem tengjast heilsu og forvörnum gegn krabbameini, ásamt því að styrkja einstaklinga í Suður-Þingeyjarsýslu sem greinst hafa með krabbamein, með ýmsum hætti. Félagið styrkir sjúklinga sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna krabbameinsmeðferðar með greiðslu á leigu íbúða. Félagið stendur fyrir sölu á minningarkortum þar sem ágóði af sölunni fer óskiptur til félagsins. 

Starfsemi Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga hefur verið frekar í lágmarki síðastliðið starfsár, en í október stóð félagið fyrir því að hvetja fyrirtæki og stofnanir að lýsa byggingar sínar bleikar. Síðastliðin ár hefur félagið staðið fyrir bleiku boði í október og bláu boði í mars, en þetta starfsárið var boðunum sleppt af ýmsum ástæðum. Stjórnarfundir voru tveir á þessu starfsári.

Jóhanna Björnsdóttir.


Var efnið hjálplegt?