Þátttaka

Spurningalista rannsóknarinnar þarf að svara rafrænt í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki.

Áður en þú skráir þig í rannsóknina ráðleggjum við þér að kynna þér upplýsingar um rannsóknina sem finna má hér .

Rannsóknin er á vegum Krabbameinsfélags Íslands og býðst öllum konum 18 ára og eldri að taka þátt í henni með því að svara stuttum rafrænum spurningalista. 

Á þessari vefsíðu er hægt að skrá sig í rannsóknina. Einungis er hægt að skrá sig í rannsóknina með rafrænum skilríkjum. Að lokinni innskráningu færðu aðgang að spurningalista rannsóknarinnar sem tekur um það bil 5-10 mínútur að svara. 

Ef þú vilt taka þér hvíld frá því að svara listanum er hægt að loka vafranum. Þegar þú vilt svo halda áfram að svara spurningunum þá er hægt að ýta á persónulega krækju sem þú fékkst senda með tölvupósti eftir að þú samþykktir að taka þátt í rannsókninni. Þegar smellt er á krækjuna flyst þú beint þangað sem frá var horfið í spurningalistanum.