© Mats Wibe Lund

Eldri starfsemi

Starfsemi 2016-2017

Félagið tók þátt í Mottumars og gekk sú sala mjög vel. Við fengum til liðs við okkur handboltastelpur hér á svæðinu til að selja. Í tengslum við Mottumars færðum við Kiwanis- og Lions-klúbbunum hér fræðsludisk um blöðruhálskirtilskrabbamein. 
Í október var kirkjan okkar lýst bleik og þar var haldin bleik messa sem við tókum þátt í. Var boðið uppá súpu og allur ágóði rann til félagsins. Hópur sem við nefnum Brosið kemur saman aðra hvora viku og er mjög góð mæting á það. Við bjóðum upp á ýmiss konar uppkomur og fræðslu og létt spjall og hefur verið mikil ánægja hjá þeim sem koma. Er þetta samstarfsverkefni með Rauða krossinum á staðnum. 
Við erum enn að dreifa bókinni Bleikur barmur eftir Dórótheu Jónsdóttir. Við erum bjartsýn á nýtt starfsár hjá okkur ætlum að efla starfsemina enn frekar.
Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir. 

Starfsemi 2015-2016

Félagið tók þátt í Mottumars og gekk sú sala nokkuð vel. Einnig tókum við þátt í haustsölunni. Í október voru Selfosskirkja og Landsbankinn á Selfossi lýst upp í bleiku. Hugmyndin er að hvetja fleiri aðila til að hafa bleika lýsingu næst. Hópur sem nefnist Brosið var með opið hús og er ætlunin að halda áfram í haust í samstarfi við Rauða krossinn. Kiwanisklúbburinn Búrfell afhenti okkur bókina Bleikur barmur, en þetta er bók um baráttu Dórótheu Jónsdóttir við brjóstakrabbamein. Bókinni var dreift frítt.

Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir. 

Starfsemi 2014-2015

Þjónustuskrifstofan hefur verið opin í þrjár klukkustundir á viku, á fimmtudögum kl. 13-16. Meira er haft samband í gegnum síma, tölvupóst eða á förnum vegi. Samtals voru skráð 217 samtöl.

Félagið tók þátt bæði í haustsölunni, þar sem seldir voru pennar og spil, og í marssölunni þar sem seldur var gamall varningur og bílaseglar. Tókst haustsalan mjög vel.

Selfosskirkja, Landsbankinn á Selfossi og Hraungerðiskirkja í Flóahrepp voru lýst upp bleik í október.

Sjálfhjálparhópurinn Bandið hittist fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði. Sálfræðingur leiddi fund í september og mataræði var tekið fyrir í október. Í nóvember ræddi hjúkrunarfræðingur um svefnvenjur og hvað er til ráða til að bæta svefninn. Jólasaga var lesin í desember.

Eftir áramótin var farið í samstarf við Árnesingadeild Rauða krossins og stofnaður hópur sem nefnist Brosið sem er með opið hús á fimmtudögum milli kl. 13-16. Ýmislegt verður í boði þar svo sem fyrirlestrar, hand-verk og sýnikennsla, Ham-námskeið og fl.

Í marsmánuði urðu starfmannabreytingar og lét Rannveig Árnadóttir af störfum en Erla Guðlaug Sigur-jónsdóttir hóf störf.

Rannveig Árnadóttir. 


Var efnið hjálplegt?