© Mats Wibe Lund

Eldri starfsemi

Starfsemi 2015-2016

Félagið tók þátt í Mottumars og gekk sú sala nokkuð vel. Einnig tókum við þátt í haustsölunni. Í október voru Selfosskirkja og Landsbankinn á Selfossi lýst upp í bleiku. Hugmyndin er að hvetja fleiri aðila til að hafa bleika lýsingu næst. Hópur sem nefnist Brosið var með opið hús og er ætlunin að halda áfram í haust í samstarfi við Rauða krossinn. Kiwanisklúbburinn Búrfell afhenti okkur bókina Bleikur barmur, en þetta er bók um baráttu Dórótheu Jónsdóttir við brjóstakrabbamein. Bókinni var dreift frítt.

Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir. 

Starfsemi 2014-2015

Þjónustuskrifstofan hefur verið opin í þrjár klukkustundir á viku, á fimmtudögum kl. 13-16. Meira er haft samband í gegnum síma, tölvupóst eða á förnum vegi. Samtals voru skráð 217 samtöl.

Félagið tók þátt bæði í haustsölunni, þar sem seldir voru pennar og spil, og í marssölunni þar sem seldur var gamall varningur og bílaseglar. Tókst haustsalan mjög vel.

Selfosskirkja, Landsbankinn á Selfossi og Hraungerðiskirkja í Flóahrepp voru lýst upp bleik í október.

Sjálfhjálparhópurinn Bandið hittist fyrsta þriðjudagskvöld í mánuði. Sálfræðingur leiddi fund í september og mataræði var tekið fyrir í október. Í nóvember ræddi hjúkrunarfræðingur um svefnvenjur og hvað er til ráða til að bæta svefninn. Jólasaga var lesin í desember.

Eftir áramótin var farið í samstarf við Árnesingadeild Rauða krossins og stofnaður hópur sem nefnist Brosið sem er með opið hús á fimmtudögum milli kl. 13-16. Ýmislegt verður í boði þar svo sem fyrirlestrar, hand-verk og sýnikennsla, Ham-námskeið og fl.

Í marsmánuði urðu starfmannabreytingar og lét Rannveig Árnadóttir af störfum en Erla Guðlaug Sigur-jónsdóttir hóf störf.

Rannveig Árnadóttir. 


Var efnið hjálplegt?