© Mats Wibe Lund

Eldri starfsemi

Starfsemi 2016


Formaður hefur sinnt trúnaðarstörfum og átt gott samstarf og tengsl við Krabbameinsfélag Íslands og Ráðgjafarþjónustuna. Formaður fór í Skagafjörðinn á formannafund í september.

Aðalfundur var haldin í lok nóvember. Gestur fundarins var Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli sem ræddi við okkur um samskipti. Allgóð mæting var á fundinn og urðu nokkrar mannabreytingar í stjórn. 

Eitt aðalmarkmið félagsins er og hefur verið að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu og voru veittir styrkir og greitt fyrir húsaleigu til allmargra einstaklinga á árinu.

Fjáröflun félagsins á haustdögum var sala á englastyttum sem gekk þokkalega. Sem endranær á félagið marga velunnara sem láta stórt og smátt af hendi rakna til okkar og er því fjárhagsstaða félagsins vel viðunandi.

Sigríður Helga Skúladóttir.

Starfsemi 2015

Félagið tók þátt í fjáröflun á haustdögum. Í bleika mánuðinum var talsvert um að vera ýmist fyrir okkar tilstuðlan eða annarra, m.a hélt Tónlistarskólinn tónleika til styrktar Krabbameinsfélagi Borgarfjarðar. Aðal-fundur félagsins var haldin um miðjan nóvember og fengum við til okkar gesti bæði frá Krafti og Ráðgjafarþjónustunni. Var þá stjórnin endurkjörin og reikningar samþykktir. Eitt aðalmarkmið félagsins er og hefur verið að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu og voru veittir styrkir og greitt fyrir húsaleigu til allmargra einstaklinga á árinu 2015.

Formaður sat formannafund Krabbameinsfélagsins í Reykjavík í október og hefur sinnt trúnaðarstörfum og átt gott samstarf við Krabbameinsfélag Íslands og Ráðgjafarþjónustuna.

Sigríður Helga Skúladóttir

Starfsemi 2014

Aðalfundur var haldinn síðla árs, var stjórnin endurkjörin og reikningar samþykktir. Formaður fór á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands í maí og á formannafund á Akureyri í október. Formaður tók þátt í nefndarstörfum á vegum Krabbameinsfélags Íslands.

Félagið tók þátt í fjáröflun á haustdögum. Í mars hélt félagið fjáröflunartónleika í Borgarneskirkju í samstarfi við karlakórinn Söngbræður. Minningarkort fást á Pósthúsinu, í Handavinnuhúsinu, Arionbanka og hjá formanni.

Eitt aðalmarkmið félagsins er að styðja við bakið á krabbameinssjúklingum á svæðinu og voru veittir styrkir og greitt fyrir húsaleigu til allmargra einstaklinga á árinu. Ræddar voru hugmyndir um samverustundir (stuðningshóp).  

Sigríður Helga Skúladóttir


Var efnið hjálplegt?