Stómasamtök Íslands

Félagið var stofnað 16. október 1980.

Stómasamtök Íslands eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Félagsmenn: 300.
Netfang: stoma@stoma.is
Vefsíða: www.stoma.is 

Stjórn:

 • Formaður: Jón Þorkelsson, Miðvangi 121, 220 Hafnarfirði, sími: 696 4395jon@hyggir.is
 • Ritari: Kristján Freyr Helgason
 • Gjaldkeri: Eva Bergmann
 • Meðstjórnandi: Inger Rós Jónsdóttir
 • Fyrirliði ungliðahreyfingar: Heiða Rós Gunnarsdóttir

Starfsemi 2021-2022

Starfsárið 2021-2022 var mjög óhefðbundið, líkt og árið á undan og mjög lítið að gerast hjá félaginu vegna samkomubanns sem fylgdi COVID19 faraldrinum. Þó náðist að halda tvo eða þrjá almenna félagsfundi á starfsárinu en aðalfundur samtakanna var haldinn í maí eins og lög gera ráð fyrir. Ekki voru haldnir margir stjórnarfundir vegna Covid 19 ástandsins en þeim fjölgaði þó þegar leið á starfsárið og fóru þá ýmist fram á netinu eða með mætingu stjórnarmanna á fundarstað. Loks tókst að halda auglýstan afmælisfagnað en samtökin urðu 40 ára í október 2020.

.

Innlent samstarf:

 • Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan KÍ eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Tveir fulltrúar okkar voru síðan á aðalfundi KÍ. Þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund ÖBÍ. Einnig sat formaður samtakanna í kjörnefnd ÖBÍ níunda árið í röð.

Erlent samstarf:

 • Loksins tókst að senda stómavarning til Úkraínu og Zimbabwe, en samt sem áður erum við allnokkrar birgðir í geymslu sem stendur.. Samtökin hafa ekki enn getað notað styrk í þágu stómaþega í Afríku, í Zambíu að þessu sinni, en það tekst væntanlega núna í haust.
 • Formaður samtakanna var áfram forseti Evrópusamtakanna, EOA, og leiddi stjórnarstörf. Stjórnarfundir fóru fram í gegnum netið
 • Norrænn ráðstefna var haldin í Noregi, í september 2021 eftir undirbúning norsku stómasamtakanna og norrænn formannafundur var haldinn í Reykjavík í mars síðastliðnum..Einnig fögnuðu norsku stómasamtökin 50 ára afmæli sínu í október og sömuleiðis dönsku samtökin sem urðu 70 ára á svipuðum tíma. Formaður Stómasamtakanna tók þátt í báðum þessum atburðum. Norræn ráðstefna verður síðan væntanlega haldin í september á næsta ári hér á landi.

Útgáfumál:

Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út tvisvar á starfsárinu en það seinna var fréttablað nr. 172 og var sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Í þessu fréttabréfi var tilkynnt að fleiri yrðu þau ekki í prentuðu formi en búast mætti við því að heimasíðan, sem virkar mjög vel um þessar mundir, myndi taka við sem fréttamiðill samtakanna. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is .

Almennt:

Í lok starfsársins voru félagsmenn ríflega 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar fyrir utan dreifast stómaþegar um allar byggðir landsins. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Er þar helst að þakka styrkjum frá Krabbameinsfélaginu og Öryrkjabandalaginu.

Virðingarfyllst,

Jón Þorkelsson, formaður Stómasamtaka Íslands.

Starfsemi 2020-2021

Starfsárið 2020-2021 var mjög óhefðbundið og mjög lítið að gerast hjá félaginu vegna samkomubanns sem fylgdi COVID19 faraldrinum. Ekki náðist að halda neinn almennan félagsfund á starfsárinu en aðalfundur samtakanna var haldinn í maí eins og lög gera ráð fyrir. Ekki voru haldnir margir stjórnarfundir vegna Covid 19 ástandsins en þeim fjölgaði þó þegar leið á starfsárið og fóru þá flestir fram á netinu. Ekki tókst að halda auglýstan afmælisfagnað en samtökin urðu 40 ára í október síðastliðnum. Þrátt fyrir allar þessar frestanir og erfiðleika tókst að gefa út veglegt afmælisrit í byrjun október og var það undir styrkri ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar sem hafði ritnefnd skipaða nokkrum stómaþegum sér til stuðnings. Væntanlega er ekki á neinn hallað þó að nafn Ólafs Dýrmundssonar sé nefnt í því samhengi. Ég held að ekki sé ofsögum sagt að þetta afmælisrit fjalli mjög vel um sögu Stómasamtakanna og sé þar góð viðbót við fyrra afmælisrit. Einnig lýsir það vel því sem stómaþegum stendur til boða í dag á vegum heilbrigðiskerfisins. Búið var að auglýsa námskeið fyrir nýja stómaþega sem ítrekað hefur þurft að fresta en verður væntanlega haldið núna í apríl 2021 á netinu.

Innlent samstarf:

 • Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan KÍ eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Tveir fulltrúar okkar voru síðan á aðalfundi KÍ. Formaður vék úr stjórn Krabbameinsfélagsins eftir sjö ára setu þar. Þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund ÖBÍ. Einnig var formaður samtakanna kosinn til setu í kjörnefnd ÖBÍ áttunda árið í röð.

Erlent samstarf:

 • Ekki tókst að senda stómavarning erlendis, hvorki til Úkraínu eða Zimbabwe, og er þar um að kenna samgönguerfiðleikum. Flugferðum sem hægt væri að nota fækkaði mjög og verð hækkaði ásamt innanlands örðugleikum í báðum löndum. Sitjum við því uppi með allnokkrar birgðir í augnablikinu. Samtökin fengu aftur styrk til starfs í þágu stómaþega í Afríku, í Sambíu að þessu sinni, en ekki hefur ennþá tekist að nýta peningana og enn og aftur er Covid 19 þar um að kenna.
 • Formaður samtakanna var áfram forseti Evrópusamtakanna, EOA, og leiddi stjórnarstörf. Stjórnarfundir fóru fram í gegnum netið
 • Norrænn formannafundur fór fram á netinu síðastliðið haust, í september 2020, að undirlagi norsku stómasamtakanna og stefnt er að norrænu þingi í Osló í september næstkomandi.

Útgáfumál:

Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út tvisvar á starfsárinu en það seinna var fréttablað nr. 170 og var sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Í þessu fréttabréfi var tilkynnt að fleiri yrðu þau ekki í prentuðu formi en búast mætti við því að heimasíðan, sem virkar mjög vel um þessar mundir, myndi taka við sem fréttamiðill samtakanna. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is .

Almennt:

Í lok starfsársins voru félagsmenn um 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar fyrir utan dreifast stómaþegar um allar byggðir landsins. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Er þar helst að þakka styrkjum frá Krabbameinsfélaginu og Öryrkjabandalaginu.

Virðingarfyllst,

Jón Þorkelsson, formaður Stómasamtaka Íslands.

Starfsemi 2019-2020

Starfsárið 2019-2020 var nokkuð hefðbundið hjá félaginu þar til samkomubann vegna COVID19 faraldursins tók gildi. Haldnir voru fimm almennir félagsfundir á starfsárinu og voru þeir sem hér segir:

Almennir félagsfundir voru haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá október til mars að janúar mánuði undanskildnum.

Aðalfundur félagsins var síðan haldinn í maí eins og lög félagsins segja til um. Ungir stómaþegar hittust nokkrum sinnum óformlega yfir árið.

Innlent samstarf:

· Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan KÍ eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Tveir fulltrúar okkar voru síðan á aðalfundi KÍ. Einnig á formaður sæti í stjórn Krabbameinsfélagsins og er formaður nefndar um úthlutun styrkja úr Velunnarasjóði. Þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund ÖBÍ. Einnig var formaður samtakanna kosinn til setu í kjörnefnd ÖBÍ sjönuda árið í röð.

· Haldinn sameiginlegur fundur með CCU samtökunum í október.

WOD 2018:

· Snemma á árinu 2019 kláraðist frágangur á veggspjöldum sem voru útbúin vegna WOD 2018 og hafa þau verið send erlendis m.a. til Frakklands þar sem þau voru notuð við árveknis átak í suður Frakklandi eftir að hafa verið þýdd á frönsku. Einnig voru nokkur eintök gefin samtökunum í Zimbabwe.

Erlent samstarf:

· Tvær sendingar af afskrifuðum stómavarningi fóru til Zimbabwe. Einnig aðstoðuðum við sænsku samtökin (ILCO) við frekara starf í Zimbabwe en svíar eru þar með svokallað „twinning project“ í gangi. Stómasamtökin fengu styrk til að auka þetta starf á þessu ári og fór formaður til Zimbabwe sem forseti EOA og leiddi verkefni þar til að styrkja ímynd þarlendra stómasamtaka sem og að tryggja betur samband þeirra við spítala og heilsugæslu. Hugsanlega verður framhald á þessu starfi en það veltur alfarið á því hvort hægt verði að fá styrki til þess.

· Formaður samtakanna var áfram forseti Evrópusamtakanna, EOA, og leiddi stjórnarstörf.

· Norrænum formannafundi sem halda átti í Stokkhólmi síðastliðið haust var aflýst og síðan var sjálfhætt við rástefnu í Svíþjóð vegna COVID!) vandamálsins.

Útgáfumál:

· Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út samkvæmt venju, kom út 4 sinnum og er sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is. Að líkindum fer þó útgáfa fréttabréfsins að færast að öllu leyti á netið.

· Heimasíða samtakanna virkar mjög vel um þessar mundir.

Almennt:

· Í lok starfsársins voru félagsmenn um 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Er þar helst að þakka styrkjum frá Krabbameinsfélaginu og Öryrkjabandalaginu.

Virðingafyllist,

Jón Þorkelsson,

Formaður Stómasamtaka Íslands

Starfsemi 2018-2019 - Hagsmunagæsla fyrir stómaþega á víðum grundvelli.

Starfsárið 2018-2019 var nokkuð hefðbundið hjá félaginu. Haldnir voru sex almennir félagsfundir á starfsárinu og voru þeir sem hér segir:

 • Almennir félagsfundir voru haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá október til apríl að janúar mánuði undanskildum.
 • Aðalfundur félagsins var síðan haldinn í maí eins og lög félagsins segja til um.
 • Ungir stómaþegar hittust nokkrum sinnum óformlega yfir árið.

Innlent samstarf:

 • Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan KÍ eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Tveir fulltrúar okkar voru síðan á aðalfundi KÍ. Einnig á formaður sæti í stjórn Krabbameinsfélagsins og er formaður nefndar um úthlutun styrkja úr Velunnarasjóði. Þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund ÖBÍ. Einnig var formaður samtakanna kosinn til setu í kjörnefnd ÖBÍ sjöunda árið í röð.
 • Haldinn sameiginlegur fundur með CCU samtökunum í apríl. Einnig útbjuggum við og létum prenta plakat til að styðja félaga úr CCU og Stómasamtökunum sem þyrftu e.t.v að nota salerni með stuttum fyrirvara í verslunum. Var því dreift víða ýmist prentuðu eða í rafrænu formi

Erlent samstarf:

 • Ein sending af afskrifuðum stómavarningi fór til Úkraínu en og önnur til Zimbabwe. Einnig aðstoðuðum við sænsku samtökin (ILCO) við frekara starf í Zimbabwe en svíar eru þar með svokallað “twinning project“ í gangi. Stómasamtökin hafa fengið styrki til að auka þetta starf á þessu ári. Hugsanlegt er að það starf verði útvíkkað á næstu árum.
 • Formaður samtakanna var áfram forseti Evrópusamtakanna, EOA, og leiddi stjórnarstörf.
 • Norrænn ráðstefna var haldinn í Tampere í Finnlandi og tókst mjög vel. Fimm fulltrúar frá Stómasamtökunum tóku þátt.
 • Norrænum formannafundi sem halda átti í Stokkholmi í apríl var frestað til haustsins.

Útgáfumál:

Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út samkvæmt venju, kom út 4 sinnum og er sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is.

Heimasíða samtakanna virkar mjög vel í dag en ef til vill er kominn tími til að huga að breytingum á henni.

Almennt:

Í lok starfsársins voru félagsmenn um 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Er þar helst að þakka styrkjum frá Krabbameinsfélaginu og Öryrkjabandalaginu.

Virðingarfyllst,
Jón Þorkelsson, formaður 

Meltingarvegurinn og þarmaflóran

Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc í næringarlæknisfræði frá Surrey háskóla og doktorsnemi við Háskóla Íslands hélt fyrirlestur um meltingarveginn og þarmaflóruna fyrir Stómasamtök Íslands 6. apríl 2017.

Fyrirlesturinn má nálgast hér. 

Starfsemi 2015-2016

Starfsárið var með hefðbundnu sniði hjá félaginu. Haldnir voru sex almennir félagsfundir á starfsárinu og voru þeir sem hér segir: Almennir félagsfundir voru haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá október til apríl að janúarmánuði undanskildum. Almennur fundur var haldinn á Akureyri í febrúar. Aðalfundur félagsins var síðan haldinn í maí eins og lög félagsins segja til um. Ungir stómaþegar hittust nokkrum sinnum óformlega yfir árið.

Innlent samstarf. Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan Krabbameinsfélags Íslands eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Tveir fulltrúar okkar voru síðan á aðalfundi Krabbameinsfélags Íslands. Einnig á formaður sæti í stjórn Krabbameinsfélagsins og fjáröflunarráði þess. Þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund Öryrkjabandalagsins. Einnig var formaður samtakanna kosinn til setu í kjörnefnd Öryrkjabandalags Íslands fimmta árið í röð. Einnig var hann kosinn í nefnd til endurskoðunar á úthlutunarreglum vegna styrkja á vegum Öryrkjabandalags Íslands. Haldinn sameiginlegur fundur með CCU-samtökunum í apríl. Nokkrir úr Stómasamtökunum hittu hópa af heilbrigðisstarfsfólki og fræddu þá um stóma og ummönnun þess. Einnig var í janúar haldinn fundur með læknum og hjúkrunarfræðingum af deild 12G á Landspítalanum og var það tímabær fundur og tókst mjög vel með gagnlegum skoðanaskiptum.

Erlent samstarf. Tvær sendingar af afskrifuðum stómavarningi fóru til Úkraínu en það varð mögulegt aftur eftir tafir á sendingum vegna ástandsins þar. Einnig aðstoðuðum við sænsku samtökin (ILCO) við starf í Zimbabwe en Svíar eru þar með hjálparstarf í gangi. Formaður samtakanna var áfram í stjórn Evrópusam-takanna, EOA, og tók þátt í stjórnarstörfum. Norrænn formannafundur var haldinn í Kaupmannahöfn og tókst mjög vel. Þrír fulltrúar frá Stómasamtökunum tóku þátt.

Útgáfumál. Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út samkvæmt venju, kom út fimm sinnum og er sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf-formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is. Endurhönnun á heimasíðunni lauk á starfsárinu og þótti takast mjög vel. Smávægileg fínpússning á verkinu er ennþá eftir en heimasíðan lítur mjög vel út og ætti hún að nýtast vel á næstu árum.

Almennt. Í lok starfsársins voru félagsmenn um 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Ítrekað hefur verið reynt að fá styrki til starfseminnar víða að en það gengur mjög illa nema kannski helst á hefðbundnum slóðum innan Krabbameinsfélags Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Jón Þorkelsson.

Starfsemi 2014-2015

Starfsárið var með hefðbundnu sniði hjá félaginu. Haldnir voru sex almennir félagsfundir á starfsárinu og voru þeir sem hér segir:

Almennir félagsfundir voru haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá október til apríl að janúar mánuði undanskildum.

Almennur fundur var haldinn á Akureyri í maí. Aðalfundur félagsins var síðan haldinn í maí eins og lög félagsins segja til um. Ungir stómaþegar hittust nokkrum sinnum óformlega yfir árið.

Innlent samstarf

Stjórnarmenn sóttu fundi í nefndum og ráðum innan Krabbameinsfélags Íslands eftir því sem efni og ástæður gáfu tilefni til. Einnig á formaður sæti í stjórn Krabbameinsfélagsins og fjáröflunarráði þess. Fulltrúi félagsins á síðan sæti í aðalstjórn Öryrkjabandalagins og sótti þar fundi reglulega auk þess sem sem þrír fulltrúar samtakanna sóttu aðalfund Öryrkjabandalagsins. Einnig var formaður samtakanna kosinn til setu í kjörnefnd Öryrkjabandalagsins fjórða árið í röð. Sömuleiðis var haldinn sameiginlegur fundur með CCU-samtökunum.

Erlent samstarf

Nokkrar sendingar af afskrifuðum stómavarningi fóru til Úkraínu en undir það síðasta urðu tafir á frekari sendingum vegna ástandsins þar. Einnig aðstoðuðum við sænsku samtökin (ILCO) við starf í Zimbabwe en Svíar eru þar með hjálparstarf í gangi.

Formaður samtakanna var áfram í stjórn Evrópusam¬takanna, EOA, og tók þátt í stjórnarstörfum.

Norræn ráðstefna var haldin í Reykjavík í september síðastliðnum og tókst mjög vel þrátt fyrir fjarveru Norðmanna.

Útgáfumál

Fréttablað Stómasamtakanna var gefið út samkvæmt venju, kom út fimm sinnum og er sem fyrr undir ritstjórn Sigurðar Jóns Ólafssonar. Fréttabréfin er einnig að finna á pdf-formi á heimasíðu samtakanna, www.stoma.is. Endurhönnun á heimasíðu félagsins hófst síðan núna snemma á vordögum og hefur gengið nokkuð vel fyrir sig. Smávægileg fínpússning á verkinu er ennþá eftir en heimasíðan lítur orðið mjög vel út og ætti hún að nýtast vel á næstu árum.

Almennt

Í lok starfsársins voru félagsmenn um 300 talsins, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er stór hópur virkur á Eyjafjarðarsvæðinu. Fjárhagur félagsins er ágætur í lok starfsársins. Ítrekað hefur verið reynt að fá styrki til starfseminnar víða að en það gengur mjög illa nema kannski helst á hefðbundnum slóðum innan Krabbameinsfélagsins og Öryrkjabandalagsins.

Jón Þorkelsson.


Var efnið hjálplegt?