Sígarettu­reykingar

Taktu prófið

Með því að taka prófið kemstu að nokkrum áhugaverðum staðreyndum um sígarettureykingar. 

 



1Þeir sem hætta að reykja fyrir fertugt minnka líkurnar á að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90%.

Rétta svarið er: "Rétt"

Reykingamenn eru þrefalt líklegri til að deyja fyrir aldur fram miðað við þá sem hafa aldrei reykt. Algengustu dánarorsakirnar meðal reykingamanna eru vegna krabbameina, hjartasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma. Lífslíkur reykingamanna eru meira en 10 árum styttri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta að reykja fyrir 35 ára aldur eru með svipaðar lífslíkur og þeir sem aldrei hafa reykt. Þeir sem hætta milli 35 og 44 ára minnka líkur sínar að deyja úr reykingatengdum sjúkdómum um 90% og þeir sem hætta milli 45 og 54 ára minnka líkurnar um 60%.


2Hver einasta sígaretta sem þú reykir minnkar lífslíkur þínar um 11 mínútur.

Rétta svarið er: "Rétt"

Einn pakki með 20 sígarettum kostar þrjár klukkustundir og 40 mínútur af lífi þínu. Meðalreykingamaður minnkar lífslíkur sínar um 10 ár.


3Reykingar eru þekkt orsök sex mismunandi tegunda krabbameina.

Rétta svarið er: "Rangt"

Sýnt hefur verið fram á að reykingar auka líkur á 14 tegundum krabbameina.


4Miðaldra menn sem reykja eru í fjórfalt meiri hættu á að deyja úr hjartaáfalli.

Rétta svarið er: "Rétt"

Miðaldra karlmenn sem reykja eru í næstum fjórfalt meiri hættu og miðaldra konur næstum fimmfalt meiri hættu að látast úr hjartaáfalli miðaða við jafnaldra sína sem aldrei hafa reykt. Gögn Hjartaverndar sýna að íslenskar konur eru í enn meiri hættu eða sjöfalt aukinni hættu á að deyja úr hjartaáfalli ef þær reykja pakka á dag.

Heimildir: 


5Um 2.000 efni og efnasambönd eru í tóbaki og þar af um 30 krabbameinsvaldandi.

Rétta svarið er: "Rangt"

Yfir 7.000 mismunandi efni og efnasambönd finnast í tóbaki, um 250 þeirra eru skaðleg og 70 eru skráð sem krabbameinsvaldandi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Heimildir:


6Á hverjum degi verða til tveir nýir reykingamenn á Íslandi sem hafa ekki lokið framhaldsskóla.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Um 1.720 reykja á efri stigum framhaldsskóla og 1.020 í neðri stigum framhaldsskóla. Í grunnskóla reykja um 230 börn.

Meira en 3.000 börn og unglingar í grunn- og framhaldsskólum landsins reykja daglega. Mögulega er hlutfallið hærra því tíðni reykinga meðal unglinga sem ljúka ekki framhaldsskóla er hærri. Þessi börn eiga 10 ára skemri lífshorfur en þeir sem aldrei byrja að reykja, nema þau hætti að reykja.

Heimildir:

  • Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi. Þróun frá 1997-2005. Rannsóknir & Greining.
  • Vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi. Rannsóknir & Greining.

7Reykingar kosta samfélagið um 19 milljarða á ári eða um 67.000 kr. á hvern Íslending.

Rétta svarið er: "Rétt"

 

Þrátt fyrir að mörgum finnist verð á sígarettupakka hátt þá greiðir hver Íslendingur að meðaltali um 67.000 á ári í samfélagslegan kostnað af völdum reykinga.


8Það er ólöglegt fyrir börn að reykja á Íslandi.

Rétta svarið er: "Rangt"

Engin lög eru hér á landi sem banna börnum að reykja. Það má bara ekki selja börnum yngri en 18 ára tóbak.


9Þegar reykt er innanhúss þá hverfa eiturefnin úr umhverfinu eftir að reykurinn gufar upp.

Rétta svarið er: "Rangt"

Efni úr tóbaksreyk setjast í húsgögn, fatnað, gluggatjöld og fleiri húsmuni og geta þannig borist til barna og annarra sem komast í snertingu við það sem tóbaksreykurinn hefur sest á.


10Börn þola ágætlega óbeinan sígarettureyk því þau eru svo ung og hraust.

Rétta svarið er: "Rangt"

Öndun barna er hraðari en hjá fullorðnum og lungu þeirra eru minni að rúmmáli. Barn andar því að sér hlutfallslega meira af krabbameinsvaldandi efnum í sígarettureyk en fullorðinn myndi gera í sama umhverfi.


11Flestir reykingamenn reyna að hætta á mánudegi.

Rétta svarið er: "Rétt"

Margfalt færri reykingamenn reyna að hætta á mánudögum en laugardögum.

Heimild:


12Hér á landi eru yfir 8.000 manns á lífi með lífsógnandi sjúkdóm af völdum reykinga.

Rétta svarið er: "Rétt"

Fyrir hvern einstakling sem deyr af völdum reykinga eru a.m.k. þrjátíu sem lifa en þjást af alvarlegum reykingatengdum sjúkdómum.

Ef við miðum við að nú eru um 8.6 milljónir Bandaríkjamanna á lífi með lífsógnandi sjúkdóma af völdum reykinga þá jafngildir það um 8.600 Íslendingum.


13Þeir sem reykja fá fyrr grátt hár.

Rétta svarið er: "Rétt"

Auk þess sem reykingar flýta öldrun og hrörnun almennt þá hefur verið sýnt fram á að reykingamenn verða gráhærðir fyrr en aðrir. Grátt hár er þó oftast tengt erfðum og oftast ekki tengt reykingum.


14Reykingar hafa lítil áhrif á húðina.

Rétta svarið er: "Rangt"

Efni í tóbaksreyk brjóta niður próteinið elastín, sem er mikilvægt til að viðhalda teygjanleika og unglegu útliti húðar.


15Með því að reykja einu sinni vatnspípu (hookah) færðu jafnmikið af tjöru eins og þú reyktir 5 sígarettur.

Rétta svarið er: "Rangt"

Rétta svarið er 25 sígarettur eða rúmur pakki í einum rykk.  


16Meðalreykingamaður eyðir um hálfri milljón króna í sígarettur á ári.

Rétta svarið er: "Rétt"

Eftir 20 ár er hann búinn að eyða 10 milljónum. Það jafngildir t.d nokkrum utanlandsferðir eða útborgun í íbúðarhúsnæði.


17Reykingar valda stinningarvandamálum hjá körlum.

Rétta svarið er: "Rétt"

Líkt og að skerða blóðflæði til hjartans þá skerða efnin í tóbaksreyk einnig blóðflæði til getnaðarlimsins.

  • Heimild: U.S. Department of Health and Human Services. The Health Consequences of Smoking—50 Years of Progress: A Report of the Surgeon General. Atlanta: U.S. Department of Health and Human Services, Centers for Disease Control and Prevention, National Center for Chronic Disease Prevention and Health Promotion, Office on Smoking and Health, 2014

18Á hverju ári deyja 6 milljónir manna í heiminum af völdum reykinga.

Rétta svarið er: "Rétt"

Þetta eru nær tuttugu sinnum öll íslenska þjóðin.  Spár gera ráð fyrir að fjöldi manna sem deyja af völdum reykinga verði kominn upp í 8 milljónir árið 2030.


19Af öllum dauðsföllum vegna óbeinna reykinga eru um 10% börn.

Rétta svarið er: "Rangt"

Um 28% þeirra sem deyja vegna óbeinna reykinga í heiminum eru börn.


20Reykingamaður fer að meðaltali 365 þúsund sinnum í fráhvörf um ævina.

Rétta svarið er: "Rétt"

Þetta miðast við að reyktur sé einn pakki af sígarettum á dag í fimmtíu ár. Eftir hverja reykta sígarettu byrja fráhvörf að koma fram einni til tveimur klukkustundum eftir að hún hefur verið reykt því þá hefur líkaminn brotið niður helming af nikótíninu sem kom úr sígarettunni. Reykingamaðurinn tengir oft vellíðan við að reykja hverja sígarettu þó í raun sé verið að reyna að draga úr vanlíðaninni.



Var efnið hjálplegt?