© Mats Wibe Lund

Akranes og nágrenni

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis var stofnað 9. febrúar 1969 og félagsmenn eru 300 talsins. 

2021-2022

Skýrsla barst ekki frá félaginu

Starfsemin 2020-2021

Stjórn

Aðalfundur var haldinn 2. Júní 2020.
Formaður: Hlédís Sveinsdóttir
Gjaldkeri: Ástrós Una Jóhannesdóttir
Ritari: Ragnheiður Stefánsdóttir
Meðstjórnendur: Elín Guðrún Tómasdóttir og Hulda Gestsdóttir
Varamenn: Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir

Ekki er starfandi framkvæmdastjóri né starfsmaður, en njótum við góðrar þjónustu hjá starfsmönnum Hver sem og ráðgjafar hjá aðalfélagi KÍ.

Haldnir voru 8 stjórnarfundir á árinu. Stjórn fékk Evu Írisi Eyjólfsdóttir sérfræðing hjá KÍ til að funda upp á Akranesi og fara yfir starfsemi félagsins og samstarfs möguleika.

Skoðunarmenn reikninga eru Hrefna Rún Ákadóttir og Auður Finnbogadóttir

Saga félagsins:

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis var stofnað 1969. Markmið félagsins er að sinna forvarnarstarfi og fræðslu í sínu nærsamfélagi. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara/félagsmanna, sölu minningarkorta og fjáröflunum. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur aðsetur að Suðurgötu 57 og er í samvinnu við Endurhæfingarhúsið HVER. Allir, hvort heldur þeir sem eru greindir með krabbamein, aðstandendur eða vinir krabbameinsgreindra, geta komið aflað sér upplýsinga til að mynda hvert skal snúa sér varðandi ýmis réttindamál. Hægt er að hafa samband í síma 431-2040 eða senda tölvupóst á akranes@krabb.is einnig er félagið með síðu á facebook.

Á síðasta ári voru skráðir 188 félagsmenn í félaginu.

Starfsemi:

Covid-19:

Öll starfssemi krabbameinsfélags Akraness og nágrennis árið 2020 er lituð af heimsfaraldri og þeim takmörkunum sem það ástand setti okkur.

Heilsuefling:

Vikulegt jóga upp í HVER hefur verið í boði yfir vetrarmánuðina en á því varð breyting árið 2020 vegna Covid-19. Ekki var talið óhætt að bjóða upp á jóga á staðnum. Félagið auglýsti slökun sem leiðbeint er gegn um netið af Aðalfélagi Krabbameinsfélagsins og er alltaf á þriðjudögum.

Bleikt sund:

Bleikt sund var aflýst vegna covid-19.

Sokkasund:

Sokkasund var aflýst vegna covid-19.

Greindir spjalla:

Félaginu barst ósk frá félagsmanni um að setja af stað hittinga fyrir þá sem eru greindir og aðstandendur. Úr varð að mánudagshádegi voru tekin í þetta og fundarstaður var á Kaffi Kaju við Stillholt. Karen gerði okkur gott tilboð og er lífræn súpa niðurgreidd af félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, góðar umræður sköpuðust meðal gesta og var rætt um að fá gesti til að koma í heimsókn á þessi hádegi og vera með stutt erindi á staðnum. Þá er þetta mjög góður grundvöllur til að heyra í þeim sem eru greindir, hvaða þjónustu þeir vilja fá frá félaginu og ekki síður er þetta jafningjafræðsla milli fólk. Þarna komu fram alls kyns upplýsingar eins og netfundir og fræðsla sem og skyld þjónusta hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Náðist að halda fundi fram í mars 2020 en þá var tekin ákvörðun um að fresta fundum þar það þætti öruggt út frá Covid-19.

Samstarf við Borgarfjörð:

Rætt hefur verið við Önnu Dröfn formann Krabbameinsfélags Borgarfjarðar um samstarf milli þessara tveggja félaga. Við höfum látið vita af okkur viðburðum hér, perli, sundi, bíói og fleira og boðið gesti þaðan velkomna. Þá hefur okkur einnig verið boðið á viðburði þar. Gaman væri að þróa þetta samstarf enn meira í námskeiðahaldi og viðburðum.

Styrkir:

Félaginu bárust að venju nokkar styrkbeiðnir frá félögum. Stjórn tekur þær beiðnir fyrir og felur gjaldkera að ganga frá þeim málum.

Vélmennið nærvera (Beam pro):

Félagið á Beam pro vélmenni sem kallar er „nærvera“. Vélmennið gerir fólki kleift að stunda skóla eða vinnu að heiman. Það var flutt frá Grundaskóla þar sem það var áður í notkun yfir í Brekkubæjarskóla í þeim tilgangi að nemandi þar myndi nýta sér það. Við auglýsum á facebooksíðu Krabbameinsfélagsins að það standi öðrum greindum til boða. Tækið var keypt með það í huga að börn í meðferð geti nýtt sér það, en ef það er ekki í notkun hjá börnum á svæðinu megi það fara í notkun hjá krabbameins greindum félögum.

Annað:

Að venju var fylgst með sölu á bleiku slaufunni sem og sokkunum. Gekk sú sala vel fyrir sig hjá þeim fyrirtækjum sem taka það að sér hér á Akranesi.

Útgáfumál og fræðsluverkefni

Félagið sá um dreifingu á blaði Krabbameinsfélagsins á svæðinu. Meðlimir stjórnar skiptu eintökunum með sér og fóru með til opinberra stofnanna, hárgreiðslustofa og annarra þjónustuaðila þar sem fólk gæti kynnt sér efni blaðsins.

Markaðsstarf og kynningarmál

Facebooksíða félagsins:

https://www.facebook.com/Krabbameinsf%C3%A9lag-Akraness-og-n%C3%A1grennis-320884754618164

Þar setjum við inn færslur og fréttir frá félaginu okkar sem og aðalfélagi.

Fjármál

Afkoma félagsins á reikningsárinu var jákvæð.

● Helstu kostnaðarliðir voru: Styrkir til krabbameinssjúkra og/eða endurhæfingar þeirra, við súpufundina “Greindir spjalla” og yoga fyrir greinda og aðstandendur.

● Helstu innkomuliðir voru: Félagsgjöld meðlima.

● Sótt var styrki til: Fengum styrk frá KÍ fyrir minningarkortum að upphæð um 50.000kr.

Lokaorð

Árið 2020 einkenndist af óvissu vegna Covid-19. Stjórn félagsins fundaði í húsnæði Hver einu sinni í mánuði. Þökkum við Hver fyrir aðstöðuna. Stjórn heldur einnig úti lokaðri síðu á Facebook þar sem viðfangsefnum og verkefnum eru gerð skil þess á milli. Góð samstaða og samvinna var í starfi stjórnar á árinu. Félagið mun áfram leggja áherslu á þessi verkefni sem talin eru upp hér að ofan, vonandi bæta við sig verkefnum, vera sýnileg og veita stuðning við félagsmenn sé þess óskað.

Takk fyrir samstarfið.

Stjórn Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis

Starfsemin 2019-2020

Aðalfundur Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis var haldin þann 28. maí 2019. Á þeim fundi létu Auður Finnborgadóttir og Jóna Björk Sigurjónsdóttir af störfum og Elín Guðrún Tómasdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir tóku við. Auði og Jónu er þakkað gott starf og Elín Guðrún og Ragnheiður boðnar velkomnar.

Starfsemi:

Félagið var stofnað 1969 og hefur markmið félagsins verið að sinna forvarnarstarfi og fræðslu í sínu nærsamfélagi. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara/félagsmanna, sölu minningarkorta og fjáröflunum. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur aðsetur að Suðurgötu 57 og er í samvinnu við Endurhæfingarhúsið HVER. Allir, hvort heldur þeir sem eru greindir með krabbamein, aðstandendur eða vinir krabbameinsgreindra, geta komið aflað sér upplýsinga til að mynda hvert skal snúa sér varðandi ýmis réttindamál. Hægt er að hafa samband í síma 431-2040 eða senda tölvupóst á akranes@krabb.is einnig er félagið á facebook.

Heilsuefling:
Vikulegt jóga upp í HVER hefur verið í boði yfir vetrarmánuðina og á því var engin breyting árið 2019. Leiðbeinandi er Bára Jósefsdóttir. Jógað byrjaði 1. feb og var alltaf á föstudögum kl. 13:00. Það hefur verið vel sótt og vel haldið utan um hópinn af Báru. Hópurinn hefur einnig hisst eftir tíma og spjallað yfir kaffi.

Þá var einnig boðið upp á samflot í Bjarnalaug.

Bleikt sund:
Bleikt sund var haldið föstudaginn 11. október 2019 frá 17:00 til 19:00. Þar spiluðu hjónin á Smiðjuloftinu fyrir okkur lifandi tónlist á bakkanum. Jaðarsbakkalaug setti öll sín ljós bleik, við skreyttum svæðið og boðið var upp á léttar veitingar að sundi loknu. Veitingar voru jarðarber og bleikur kristall. Sundið var vel sótt og er óhætt að segja að hefð sé komin fyrir „bleika sundinu“ ár hvert.

Bleikt bíó #þuertekkiein :
Skólasysturnar Aldís Birna Róbertsdóttir og Hanna Þóra Guðbrandsdóttir söfnuðu 130.000 kr með bleikri bíósýningu þann 1. okt. 2019. Þær eru í verkefnastjórnunnarnámi á Hólum og var þetta eitt af þeirra verkefnum. Bíósýningin var vel sótt, bíóið var baðað bleikum ljósum, boðið var upp á bleikar veitingar og bleika slaufan boðin til kaups. Kunnum við þeim bestu þakkir góðan hug til félagsins.

Sokkasund og sokkasala:
Sokkasund var fyrirhugað þann 28. mars 2019. En vegna veðurs var ekki hægt að framkvæma það. Sokkasund er bróðir bleika sundsins og fyrirkomulagið ekki ósvipað. Þá höfum við léttar veitingar í sundi, lifandi tónlist, blá ljós og skreytum. Þá meiga gestir koma í hreinum sokkum í sund og var ætlunin að hafa sokkaboðsund með vinningum. Þá ber að þakka gott samstarf við starfsfólk á Jaðarsbökkum og hjá sundfélaginu. Án þessa góða samstars gæti félagið ekki haldið slíka viðburði.

Ekki var formleg sokkasala á vegum félagsins. Til stóð að selja þá á sokkasundinu en vegna þess að sá viðburður varð ekki kom ekki til þess. Sokkar voru seldir hér víða um bæ og fór stjórn félagsins með sokka til þeirra söluaðila hér þegar upp á vantaði. Má því segja að okkar sokkar hafi verið einskonar lager fyrir Krabbameinsfélagið.

Styrkur frá Soffíu:
Soffía G. Þórðardóttir ljósmóðir fagnaði nýverið 70 ára afmæli sínu. Á afmælisdaginn afþakkaði hún gjafir en hafði þess í stað söfnunarkassa og tók við frjálsum framlögum. Alls söfnuðust í kassann 208.500 kr., sem Soffía ákvað að láta renna til Krabbameinsfélags Akraness og heiðra þannig minningu föður síns, Þórðar Jónssonar og systur sinnar, Agnesar Sigrúnar Þórðardóttur, sem bæði létust úr krabbameini með 16 daga millibili í janúar 1991.

Sjá frétt í Skessuhorni: https://skessuhorn.is/2019/03/15/faerdi-krabbameinsfelagi-akraness-peningagjof-2/

Greindir spjalla:
Félaginu barst ósk frá félagsmanni um að setja af stað hittinga fyrir þá sem eru greindir. Úr varð að mánudagshádegi voru tekin í þetta og fundarstaður var á Kaffi Kaju við Stillholt. Karen gerði okkur gott tilboð og er lífræn súpa niðurgreidd af félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, góðar umræður skopuðumst meðal gesta og var rætt um að fá gesti til að koma í heimsókn á þessi hádegi og vera með stutt erindi á staðnum. Þá er þetta mjog góður grundvöllur til að heyra í þeim sem eru greindir, hvaða þjónustu þeir vilja fá frá félaginu og ekki síður er þetta jafningjafræðsla milli fólk. Þarna komu fram alls kyns upplýsingar eins og netfundir og fræðsla sem og skult þjónusta hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Samstarf við Borgarfjörð:
Rætt hefur verið við Önnu Dröfn formann Krabbameinsfélags Borgarfjarðar um samstarf milli þessara tveggja félaga. Við höfum látið vita af okkur viðburðum hér, perli, sundi, bíói og fleira og boðið gesti þaðan velkomna. Þá hefur okkur einnig verið boðið á viðburði þar. Gaman væri að þróa þetta samstarf enn meira í námskeiðahaldi og viðburðum.

Styrkir:
Félaginu bárust að venju nokkar styrkbeiðnir frá félögum. Stjórn tekur þær beiðnir fyrir og felur gjaldkera að ganga frá þeim málum. Félaginu barst einnig styrkbeiðni frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunnar Vesturlands sem því miður var ekki hægt að verða við að svo stöddu.

Vélmennið nærvera (Beam pro):
Félagið á Beam pro vélmenni sem kallar er „nærvera“. Vélmennið gerir fólki kleift að stunda skóla eða vinnu að heiman. Það var flutt frá Grundarskóla þar sem það var áður í notkun yfir í Brekkubæjarskóla í þeim tilgangi að nemandi þar myndi nýta sér það. Ekki kom þá til þess og er það nú á leið í geymslu í Hver. Við auglýsum á facebooksíðu Krabbameinsfélagsins að það standi öðrum greindum til boða. Tækið var keypt með það í huga að börn í meðferð geti nýtt sér það, en ef það er ekki í notkun hjá börnum á svæðinu megi það fara í notkun hjá krabbameinsgreindum félögum. Upp kom bilun í tækinu, nánar tiltekið í betteríi þess. Það var lagað án kostnaðar fyrir félagið.

Sjá frétt Skessuhorn: https://skessuhorn.is/2019/03/20/velmenni-til-nams-i-grundaskola/

Annað:
Blaði Krabbameinsfélagsins var dreift hér í flest öll fyrirtæki og stofnanir. Því var vel tekið enda um sérlega veglegt og flott rit að ræða. Ekki náðist að senda fulltrúa okkar á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands þetta árið. Við sendum póst á Aðalfélagið með fyrirspurn um námskeið hér á Akranesi en ekki hefur borist svar. Efla þyrfti samstarf og samskipti við Krabbameinsfélag Íslands með aukið samstarf og samvinnu í huga.

Lokaorð:
Árið 2019 var viðburðaríkt og skemmtilegt. Við festum reglulega fundi strax í upphafi og fundaði stjórn félagsins í Hver einu sinni í mánuði. Stjórn heldur einnig úti lokaðri síðu á Facebook þar sem verkefnum eru gerð skil þess á milli. Góð samstaða og samvinna hefur verið í starfi stjórnar á árinu. Félagið mun áfram leggja áherslu á þessi verkefni sem talin eru upp hér að ofan, vonandi bæta við sig verkefnum, vera sýnileg og veita stuðning við félagsmenn sé þess óskað. 


Starfsemin 2018-2019

Félagið var stofnað 1969 og hefur markmið félagsins verið að sinna forvarnarstarfi og fræðslu í sínu nærsamfélagi. Rekstur félagsins er byggður á framlögum velunnara/félagsmanna, sölu minningarkorta og fjáröflunum.

Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur aðsetur að Suðurgötu 57 og er í samvinnu við Endurhæfingarhúsið HVER. Allir, hvort heldur þeir sem eru greindir með krabbamein, aðstandendur eða vinir krabbameinsgreindra, geta komið aflað sér upplýsinga til að mynda hvert skal snúa sér varðandi ýmis réttindamál. Hægt er að hafa samband í síma 431-2040 eða senda tölvupóst á akranes@krabb.is einnig er félagið á facebook.

Heilsuefling

Í nokkur ár hefur verið boðið upp á vikulegt jóga yfir vetrarmánuðina. Leiðbeinandi er Bára Jósefsdóttir og hefur hún verið með jóga alla föstudaga sem hefur verið vel sótt og þar hefur myndast góður hópur, 10-12 manns sækja tímana og njóta þau stuðnings hvors annars.

Bleikur október

Félagið hefur lagt upp með að vera sérstaklega sýnilegt í október og hefur staðið fyrir bleikri göngu síðast liðin ár sem hefur lukkast vel.

Í ár var gangan í minningu Arndísar Höllu Jóhannesdóttur stjórnarkonu sem lést í byrjun árs 2018. Hún var virk í stjórn og hafði verið í sambandi við Kraft -Stuðningsfélag við ungt fólk með krabbamein og aðstanendur þeirra á haustmánuðum 2017. Hún var byrjuð að skipuleggja perludag þar sem fólk á Akranesi og víðar á Vesturlandi gæti sameinast og perlað armböndin „lífið er núna“ til stuðnings Krafti.

Þessari hugmynd Arndísar var fylgt eftir til minningar um hana með göngu sem fram fór 27.10.2018

Gengið var frá Akratorgi og niður í Brekkubæjarskóla. Þar vorum við ásamt fulltrúum frá Krafti með perl í minningu Arndísar Höllu Jóhannesdóttur. Mikð fjölmenni kom og var dagurinn vel heppnaður í alla staði.

Smáprent fær sérstakar þakkir en Tinna Grímarsdóttir útbjó myndir og veggspjöld með tilvitnunum og myndum af Arndísi Höllu, og tók ekki krónu fyrir.

Í október var einnig boðið upp á Bleikt sund, þar buðum við upp á bleikan drykk (Vatn með ögn af rauðrófusafa) lýsing heitupottana var bleik og stemmingin bleik. Við fengum til liðs við okkur Idda sem sá um ljúfa tóna fyrir sundlaugargesti. Virkilega ljúf og notaleg stund sem verður örugglega endurtekin.

Styrkur til félagsins

Soffía G. Þórðardóttir ljósmóðir fagnaði nýverið 70 ára afmæli sínu. Á afmælisdaginn afþakkaði hún gjafir en hafði þess í stað söfnunarkassa og tók við frjálsum framlögum. Alls söfnuðust í kassann 208.500 kr., sem Soffía ákvað að láta renna til Krabbameinsfélags Akraness og heiðra þannig minningu föður síns, Þórðar Jónssonar og systur sinnar, Agnesar Sigrúnar Þórðardóttur, sem bæði létust úr krabbameini með 16 daga millibili í janúar 1991.

Vélmennið nærvera (Beam pro)

Félagið fjárfesti í byrjun árs í Beam pro vélmenni, eða nærveru. Vélmennið gerir fólki kleift að stunda skóla eða vinnu að heiman.

Tækið er nú í notkun í Grundarskóla á Akranesi, þar sem krabbameinsgreindur drengur nýtir nærveru til að taka þátt í skólastarfi með bekkjarfélögum sínum en vegna veikindanna á hann ekki möguleika að mæta sjálfur í skólann.  Nærveran kemur sér því vel. Hún er í skólanum og hann stjórnar henni með tölvu að heiman/sjúkrahúsi. Hann sér þá samnemendur og þau hann. Mikil gleði er með þessa nýjung.

Lokaorð

Síðast liðið starfsár hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Það sem upp úr stendur er góð þátttaka í október á bleikum viðburðum s.s. göngu og perli til minningar um Arndísi Höllu. Nýja vélmennið fékk góðar viðtökur og er það von okkar sem að félaginu stöndum að það eldist vel og megi nýtast þeim sem á því þurfa að halda á komandi árum. Starfsemin hefur verið svipuð frá ári til árs þar fastir viðburðir eru á sínum stað en alltaf reynt að finna upp á einhverjum nýjungum í starfinu. Markmið komandi árs er að vera áfram sýnileg og styðja þá sem til okkar leita.


Var efnið hjálplegt?