Fréttabréf
"Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"
Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum.
Covid-19 ekki haft marktæk áhrif á nýgreiningar krabbameins á Íslandi
Aðstæður í alheimsfaraldrinum Covid-19 höfðu mikil áhrif á heilbrigðiskerfi um allan heim. Aðalfókus heilbrigðisyfirvalda árið 2020 voru ýmsar aðgerðir og áætlanir tengdar því að hefta útbreiðslu faraldursins og sinna meðferð veikra einstaklinga. Faraldurinn hafði mismunandi áhrif á þjóðirnar og sömuleiðis voru aðgerðir til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins ólíkar á milli landa. Sem dæmi má nefna að eftirliti og skimunum fyrir krabbameinum var frestað um óákveðinn tíma sem gat dregið úr greiningum á krabbameini.
Hvað er gæðaskráning krabbameina og af hverju skiptir hún máli?
Vönduð krabbameinsskráning er mikilvæg fyrir lýðheilsu vegna þess að hún er grunnur faraldsfræðilegra rannsókna á orsökum krabbameina. Lýðgrunduð krabbameinsskráning er einnig mikilvæg fyrir rannsóknir á horfum sjúklinga og gæðum þjónustunnar, auk þess að vera forsenda þess að stjórnvöld geti fengið upplýsingar um áætlaðan fjölda krabbameinsgreindra í framtíðinni.
Ert þú með fjölskyldusögu um briskrabbamein?
Húsfyllir var á Nauthóli síðastliðinn fimmtudag þegar Krabbameinsfélagið, Landspítalinn og Háskóli Íslands stóðu fyrir málþingi um briskrabbamein. Á málþinginu var tilkynnt um nýja þjónustu fyrir alla þá sem eru í hárri áhættu fyrir að fá briskrabbamein. Samhliða því tekur Landspítalinn þátt í mjög stórri fjölþjóðlegri rannsókn sem ber heitið PRECEDE og stefnir að því að auka fimm ára lifun fólks sem fær krabbamein í bris í 50% á næstu 10 árum.
Krabbameinstilfellum fjölgar en dánartíðni áfram lækkandi
Í lok júní voru birtar nýjar tölur á heimasíðu Krabbameinsfélagsins um nýgengi* krabbameina, hlutfallslega lifun og dánartíðni, ásamt fleiru. Tölfræðin nær nú til og með árinu 2022. Helstu niðurstöður sýna að nýgengi lækkar eða stendur í stað ef leiðrétt er fyrir aldri, en heildarfjöldi tilfella eykst. Hins vegar eykst lifun og dánartíðni fer áfram lækkandi hjá báðum kynjum.
Á bleiku skýi alla helgina
Styrkleikarnir voru haldnir í þriðja sinn dagana 26. og 27. ágúst síðastliðinn, í þetta sinn á Egilsstöðum. Þátttakendur gengu rúmlega 5 hringi í kringum landið, ýmist í blíðskaparveðri eða hellidembu. Við fengum Elínu Rán Björnsdóttur til að segja okkur frá hennar upplifun af Styrkleikunum, en hún kom að undirbúningi þeirra sem sjálfboðaliði og er einnig aðstandandi.
„Við erum svo þakklát öllum sem gefa sér tíma til að taka þátt“
Heilsusögubankinn er rannsókn á vegum Krabbameinsfélags Íslands sem öllum konum 18 ára og eldri býðst að taka þátt í. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi síðustu áratugi. Álfheiður Haraldsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum og sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Krabbameinsfélagsins, segir frá mikilvægi þátttöku í gagnaöflun fyrir rannsóknir og forvarnir gegn krabbameinum.
Eins og að steini sé kastað í vatn
Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Flestir vilja leggja sitt af mörkum til að vera til staðar, en mörgum reynist flókið að átta sig á með hvaða hætti þeir geti orðið að liði. Lóa Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu, hvetur okkur til að huga að styrkleikum okkar og hafa trú á því að orð okkar og gjörðir geti skipt máli fyrir þann sem greinist með krabbamein og ástvini hans.
„Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“
Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.
Regluleg hreyfing dregur úr krabbameinsáhættu
Rannsóknir sýna að ákveðnir þættir sem tengjast lífsvenjum fólks geta ýmist aukið áhættuna á krabbameinum eða dregið úr henni. Meðal þessara þátta er líkamleg hreyfing. Regluleg hreyfing minnkar líkur á krabbameini í ristli og endaþarmi, brjóstum og legbol auk þess sem ástundun hreyfingar stuðlar að heilsusamlegri líkamsþyngd og hefur þannig óbein verndandi áhrif þar sem a.m.k. 13 tegundir krabbameina tengjast yfirþyngd og offitu.
„Það eru einhvern veginn allir í þessu saman.“
Styrkleikarnir snúast um samfélag og það eru fyrst og fremst liðin og einstaklingarnir sem mynda þau sem gefa viðburðinum lit. Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Jötunheimum á Selfossi, tók þátt í Styrkleikunum 2023 í annað sinn með liði starfsfólks leikskólans. Við fengum hana til að segja okkur aðeins frá því hvaða þýðingu viðburðurinn hefur fyrir liðið og fyrir hana sjálfa.
Sólarhringur af samstöðu á Austurlandi
Dagana 26 og 27. ágúst næstkomandi verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta sinn á Egilsstöðum, en viðburðurinn hefur tvisvar sinnum verið haldinn með frábærum árangri á Selfossi. Markmiðið með Styrkleikunum er að sýna stuðning með táknrænum hætti við þá sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra og að heiðra og minnast ástvina. Rakel Ýr Sigurðardóttir, nýr verkefnastjóri Styrkleikanna hjá Krabbameinsfélaginu, ræðir við okkur um töfrana sem felast í samtakamættinum sem einkennir Styrkleikana.
- Fyrri síða
- Næsta síða