Vísinda­sjóðurinn

Krabbameinsfélag Íslands og aðildarfélög þess hafa stofnað vísindasjóð sem mun styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 með rúmlega 250 milljóna króna stofnfé. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Nánari upplýsingar um sjóðinn og stjórn hans eru hér að neðan.

Umsóknir um styrki

Auglýst var eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum 4. febrúar 2018 með umsóknarfresti til 1. mars. Sjá auglýsingu hér.
 

Fylla þarf út styrkumsókn á sérstöku eyðublaði sem er á Word-formi hér.

Styrkveitingar 2017

Laugardaginn 6. maí 2017 var úthlutað í fyrsta sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 42,6 milljónir króna en hæsta styrkinn, 7,5 milljónir króna, hlaut Margrét Helga Ögmundsdóttir.

Upplýsingar um styrkþega, lýsingar á rannsóknum og viðtöl við styrkþega er að finna hér. 

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

 • Sigríður Gunnarsdóttir, formaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
 • Magnús Karl Magnússon, varaformaður, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
 • Hermann Eyjólfsson, fjármálaráðgjafi
 • Magnús Pétursson, fv. ríkissáttasemjari
 • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.
 • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands 

 • Eiríkur Steingrímsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 
 • Erla Kolbrún Svavarsdóttir prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
 • Hrönn Harðardóttir lyf- og lungnalæknir á Landspítala.
 • Sigurdís Haraldsdóttir læknir, aðstoðarprófessor, Stanford University Medical Center.
 • Sigurður Yngvi Kristinsson læknir, prófessor í blóðsjúkdómafræði.
 • Thor Aspelund prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
 • Unnur A. Valdimarsdóttir faraldsfræðingur, prófessor, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum.
 • Vilmundur Guðnason læknir, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar.
 • Þórunn Rafnar erfðafræðingur, deildarstjóri krabbameinssviðs Íslenskrar erfðagreiningar (formaður).

Ársreikningur og skýrsla formanns