Vísinda­sjóður Krabba­meins­félags Íslands

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.

Opið er fyrir umsóknir um styrki

Umsóknarfrestur fyrir styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands rennur út á miðnætti 4. mars 2020. Leiðbeiningar: Fylla skal út styrkumsóknir, framvinduskýrslur og lokaskýrslur á viðeigandi eyðublöðum sem finna má sem Word-skjöl hér að neðan og skulu vistuð sem PDF-skjöl hjá hverjum og einum umsækjanda. Þau sendist síðan rafrænt til: visindasjodur@krabb.is. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang og úthlutunarreglur Vísindasjóðs.

Auglýsinguna má sjá hér.

Eyðublöð:

Úthlutunarreglur og starfsreglur Vísindasjóðs:

Um sjóðinn

Vísindasjóðurinn var stofnaður 16. desember 2015 af Krabbameinsfélagi Íslands,  svæðafélögum og stuðningshópum. Jafnframt runnu tvær erfðagjafir inn í sjóðinn; Minningarsjóður Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Stofnfé sjóðsins voru rúmar 250 milljónir króna. 

Búið er að úthluta úr sjóðnum í þrígang. Veittir hafa verið 36 styrkir til 24 verkefna og alls 160 milljónum úthlutað. Sjóðurinn er fjármagnaður með styrkjum og gjöfum frá almenningi og fyrirtækjum.

Hér lýsa styrkhafar 2019 í stuttu máli mikilvægi styrkjanna fyrir rannsóknirnar:

https://youtu.be/nDudrQ0Y7yk

Styrkir 2017-2019

Styrkveitingar 2019

Föstudaginn 10. maí 2019 var úthlutað í þriðja sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 60,3 milljónir króna og voru 12 verkefni styrkt. Þar af voru sex verkefni að hljóta styrk í fyrsta sinn, þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum í annað sinn og þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum í fyrsta sinn. Upplýsingar um styrki 2019 og lýsingar á rannsóknum er að finna hér.

Styrkveitingar 2018

Fimmtudaginn 17. maí 2018 var úthlutað í annað sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 55,5 milljónir króna og voru 13 verkefni styrkt. Upplýsingar um styrki 2018 og lýsingar á rannsóknum er að finna hér.

Styrkveitingar 2017

Laugardaginn 6. maí 2017 var úthlutað í fyrsta sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands. Heildarupphæð styrkja var 42,6 milljónir króna og voru 11 verkefni styrkt. Upplýsingar um styrki 2017, lýsingar á rannsóknum og viðtöl við styrkhafa er að finna hér. 

Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands

Aðalmenn:

 • Sigríður Gunnarsdóttir, formaður, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
 • Magnús Karl Magnússon, varaformaður, prófessor við Háskóla Íslands
 • Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Landspítala
 • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fv. forstjóri Actavis
 • Guðrún Sigurjónsdóttir, fv. stjórnarmaður Krabbameinsfélagsins
 • Sigurður B. Stefánsson, fv. framkvæmdastjóri VÍB hf.
 • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Vísindaráð Krabbameinsfélags Íslands  

 • Eiríkur Steingrímsson, formaður, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Arna Hauksdóttir prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
 • Heiðdís Valdimarsdóttir sálfræðingur og prófessor við Háskólann í Reykjavík
 • Hrönn Harðardóttir lyf- og lungnalæknir við Landspítala
 • Nanna Friðriksdóttir sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga og klínískur lektor við Landspítala
 • Sigurður Guðjónsson þvagfæraskurðlæknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Sigurður Yngvi Kristinsson læknir og prófessor í blóðsjúkdómafræði við Háskóla Íslands
 • Valborg Guðmundsdóttir doktor í kerfislíffræði og nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands
 • Vilmundur Guðnason læknir, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar

Ársreikningur og skýrsla formanns