Styrktaraðilar sjóðsins
Fyrirtæki eða einstaklingar geta samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins orðið styrktaraðilar hans að uppfylltum nokkrum skilyrðum.
Tekjur Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands auk vaxta af stofnframlagi eru minningargjafir, erfðagjafir, aðrar gjafir, áheit og önnur framlög sjóðnum til styrktar. Fyrirtæki eða einstaklingar geta orðið styrktaraðilar sjóðsins að uppfylltum skilyrðum í starfsreglum sjóðsins. Meðal skilyrða sem uppfylla þarf er að starfsemi viðkomandi styrktaraðila sé ekki í andstöðu við gildi og stefnu Krabbameinsfélagsins.
Var efnið hjálplegt?
Gott að vita, takk!