Rynkebysjóður SKB
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) hefur gert samkomulag við Krabbameinsfélag Íslands og Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands um meðferð umsókna og úthlutun styrkja úr Rynkebysjóði SKB.
Sjóðurinn varð til við áheitasöfnun Team Rynkeby Ísland á árunum 2017–2021. SKB naut afraksturs áheitasöfnunarinnar og 80 milljónum skyldi varið til rannsókna á krabbameinum hjá börnum.
Við úthlutun styrkja úr Rynkebysjóðnum er unnið eftir skipulagsskrá, starfs- og úthlutunarreglum VKÍ og starfsreglum Vísindaráðs KÍ eins og við á, með þeirri breytingu að styrkir úr sjóðnum skulu notaðir til vísindarannsókna á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum barna með krabbamein.
Hvert verkefni getur fengið úthlutað að hámarki 10 milljónum á hverju ári, að hámarki í þrjú ár. Athygli er vakin á að hægt er að sækja um vegna sömu verkefna í Rynkebysjóð SKB og Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins.