Beint í efni

Vís­indaráð

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins leggur sig fram um að styðja bestu rannsóknir landsins á sviði krabbameina. Allar umsóknir sem berast fara í gegnum ítarlegt matsferli Vísindaráðs.

Vísindaráð Krabbameinsfélagsins, sem hverju sinni er skipað níu reynslumiklum vísindamönnum með ólíka sérþekkingu, fer yfir allar umsóknirnar. 

Sérstaklega er lögð áhersla á að skoða hvort:

  • markmið rannsóknar sé skýrt og samræmist tilgangi sjóðsins.
  • stöðu þekkingar á fræðasviði verkefnisins sé vel lýst.
  • gildi verkefnis sé ótvírætt (vísinda-, heilsufars-, tækni- og/eða hagrænt gildi) og líklegt að rannsóknin leiði til nýrrar þekkingar.
  • vísindalegur styrkur umsækjenda sé útlistaður og að til staðar sé nauðsynleg aðstaða og fagleg þekking.
  • öllum þáttum aðferðafræðinnar sé lýst og val á úrtaki/þýði útskýrt.
  • rannsóknaráætlun sé raunhæf og í samræmi við markmið og skýrar upplýsingar gefnar um vinnufyrirkomulag og verkaskiptingu/vinnuframlag innan rannsóknarhópsins.
  • fjárhagsáætlun sé raunsæ og nákvæm og skýrt hvernig nota eigi peningana.

Hlutverk Vísindaráðs

Hlutverk Vísindaráðs Krabbameinsfélags Íslands er að fjalla faglega um sérhverja umsókn í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins og Norræna krabbameinssambandsins, NCU, skila umsögn þar sem heildarniðurstöður eru dregnar fram ásamt helstu kostum og göllum. Auk þess leggur Vísindaráð til vísindalega forgangsröðun á styrkumsóknum til stjórnar Vísindajóðsins.

Stjórn Vísindasjóðsins, sem hverju sinni skal skipuð sjö einstaklingum, tekur síðan ákvörðun um úthlutun úr sjóðnum.

Eftirfarandi aðilar skipa Vísindaráð Krabbameinsfélagsins árið 2024:

  • Þórunn Rafnar, formaður, deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá deCODE
  • Heiðdís Valdimarsdóttir, sálfræðingur og prófessor við HR
  • Judith Amalía Guðmundsdóttir, sérfræðingur í barnalækningum og gigtlækningum barna og aðjúnkt við HÍ
  • Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í sameindaerfðafræði við HA
  • Laufey Ámundadóttir, vísindamaður á National Cancer Institute
  • Sigurður Yngvi Kristinsson, blóðsjúkdómalæknir og prófessor við HÍ
  • Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við HÍ
  • Þórður Óskarsson, doktor í sameindalíffræði við Moffitt Cancer Center

Stjórn Krabbameinsfélagsins getur auk þess óskað umsagnar ráðsins um vísindaleg málefni.