Styrkur

Félagið var stofnað 20. október 1987.

Styrkur eru samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra

Félagsmenn: Um 250.
Netfang: styrkur@krabb.is
Vefsíða: www.krabb.is/styrkur

Stjórn félagsins:


  • Formaður: Steinunn H. Friðriksdóttir, Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnesi, sími:  896 58085525058@internet.is
  • Varaformaður:  Hólmfríður Friðriksdóttir, Kaplaskjólsvegi 93, 107 R.
  • Meðstjórnendur: Bryndís Konráðsdóttir, Erna Nielsen og Þrúður Hjaltadóttir

Starfsemi 2018-2019

Formaður og varaformaður sátu aðalfund Krabbameinsfélags Íslands í Reykjavík í maí 2018 og aukaaðalfund í september sama ár og formannafundi sem haldnir voru í tengslum við aðalfundina. Í desember voru seld jólakort með myndum eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur listmálara.

Fundir eru haldnir annan mánudag í mánuði yfir vetrartímann, kl. 17:00. Jólafundur var í desember. Félagar í Styrk tóku þátt í árlegri sæluviku sem haldin var á Löngumýri í Skagafirði í júlí 2018.

Steinunn Helga Friðriksdóttir

Starfsemi 2015-2016

Formaður og varaformaður sátu aðalfund Krabbameinsfélags Íslands í maí og formannafund í Reykjavík í október. Fjáröflun var í september með aðstoð Lionsfélaga í Eir. Salan gekk vel, seldir voru pennar og innkaupapokar með merki Krabbameinsfélagsins. Jólakort með myndum eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur voru seld í desember.

Fundir eru haldnir annan mánudag í mánuði (september-maí) kl. 17:00. Jólafundur var í desember og þorrablót í mars. Félagar í Styrk taka þátt í sæluviku í ágúst á Löngumýri í Skagafirði. 

Steinunn Helga Friðriksdóttir

Starfsemi 2014-2015 

Formaður og varaformaður sátu aðalfund Krabbameinsfélags Íslands í maí og formaður formannafund á Akureyri í október. Fjáröflun var í september með aðstoð Lionsfélaga í Eir og fimleikahóps telpna í Gróttu á Seltjarnarnesi og félaga í Styrk. Salan gekk vel, seldir voru pennar, spil og málbönd. Jólakort með myndum eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur voru seld í desember.

Sú breyting var gerð á fundardögum að við færðum okkur yfir á mánudaga. Fundir eru nú haldnir annan mánudag í mánuði, eins og við vorum upphaflega, en kl. 17 í stað kl. 20.

Hrönn Harðardóttir lungnasérfræðingur kom til okkar í nóvember ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni krabbameinslækni. Rætt var um reykingar, hættur og afleiðingar. Jólafundur var í desember. Hildur Friðriksdóttir blaðamaður flutti jólahugvekju, Ragnar Jónasson og Þorgrímur Þráinsson lásu úr bókum sínum, Marta Kristín Friðriksdóttir nemi gladdi okkur með frábærum söng og glæsileik. Boðið var upp á heitt súkkulaði, jólatertur og kökur.

Á opnu húsi í janúar las Eyrún Ósk Jónsdóttir rithöfundur og leikstjóri úr bókum sínum söngur Snáksins og Lórelei, ævintýri um ástina. Þorrablót var í febrúar, matur frá Múlakaffi að venju. Markús Þórhallsson sagnfræðingur sagði frá íslenskri kvennhetju. Dansnemar sýndu okkur danssporin á heimsvísu. Maja, Valli og Jón sungu og spiluðu. Félagsfundir voru í mars og apríl.

Steinunn Helga Friðriksdóttir.


Var efnið hjálplegt?