Vinnureglur
Úr vinnureglum Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands.
Orðspor
Ávallt skal leitast við að viðhalda góðu orðspori i allri starfsemi.
Nákvæmni
Alla vinnu skal framkvæma með ýtrustu námkvæmi og vinnusemi viðhöfð.
Í fararbroddi
Krabbameinsskráin fylgist með nýjungum í faraldsfræði og skráningu krabbameina. Stefnt skal að vinnubrögðum sem eru í hæsta gæðaflokki á öllum sviðum.
Dreifing upplýsinga
Öll dreifing upplýsinga frá Krabbameinsskránni skal vera vönduð, nákvæm, skýr og háð tilskildum leyfum. Allar upplýsingar sem sendar eru frá skránni skal yfirfara vel, hvort heldur efnið er sett á heimasíðu Krabbameinsskrár, afhent fjölmiðlum, heilbrigðisstarfsmönnum eða einstaklingum. Skrá skal alla upplýsingagjöf.
Samskiptamiðlar
Ekki skal nota tölvupóst við afhendingu viðkvæmra persónugreinanlegra gagna.
Húsnæði yfirgefið
Gæta skal þess að tölvur séu læstar þegar starfsstöð er yfirgefin.
Persónugreinanleg gögn
Allir starfsmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingu varðandi meðferð persónugreinanlegra gagna. Pappírsgögn skulu varðveitt í læstri eldtraustri geymslu. Heimilt er að skilja þau eftir stutta stund í læstu vinnuherbergi.
Aðgangsorð – aðgangskort
Húsnæði Krabbameinsskrár er lokað öðrum en þeim sem hafa sérstakt aðgangskort. Starfsmenn bera ábyrgð á aðgangskorti.
Öryggishandbók
Starfsmenn skulu kynna sér öryggishandbók Krabbameinsskrár og fylgja ákvæðum hennar.
Viðurlög
Þeir sem ógna öryggi Krabbameinsskrár að ásettu ráði eiga yfir höfði sér málshöfðun eða aðrar viðeigandi lagalegar aðgerðir.