• Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins sérhæfir sig í skráningu, meðferð gagna, tölfræði og faraldsfræði krabbameina.

Umsóknir og úthlutun

Lokað hefur verið fyrir umsóknir 2024. Hér finna umsækjendur og styrkhafar fyrri ára, eyðublöð fyrir umsóknir, framvindu- og lokaskýrslur, úthlutunarreglur og annað sem tengist umsóknum og úthlutun úr sjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sérstaklega er tekið fram að sjóðurinn styrkir rannsóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna.

Lokað hefur verið fyrir umsóknir 2024. 

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti mánudaginn 4. mars 2024. Sjá auglýsingu.

Úthlutun styrkja er áætluð í júní 2024.

Leiðbeiningar: Fylla skal út styrkumsóknir, framvinduskýrslur og lokaskýrslur á viðeigandi eyðublöðum sem finna má sem Word-skjöl hér að neðan og skulu vistuð sem PDF-skjöl hjá hverjum og einum umsækjanda. Þau sendist síðan rafrænt til: visindasjodur@krabb.is

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel tilgang sjóðsins í skipulagsskrá Vísindasjóðs sem og úthlutunarreglur Vísindasjóðs. Umsóknir fara í gegnum ítarlegt matsferli sem lesa má um hér undir "Hvernig tryggjum við stuðning við bestu rannsóknirnar?". 

Eyðublöð fyrir umsóknir 2024:


Fyrirspurnum má koma á framfæri á netfangið visindasjodur@krabb.is.

KRA_DBL_4x25_Styrkir-Visindasjodur_09022023