Stuðnings­hópar

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa nokkrir stuðningshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda.  Þeir bjóða meðal annars upp á jafningjafræðslu.

Stuðningshóparnir hafa aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8.  Einnig eru stuðningshópar starfandi á landsbyggðinni.

  • Hittast reglulega hjá Ráðgjafarþjónustunni
  • Ætlaðir þeim sem hafa eða hafa haft krabbamein
  • Einnig fyrir aðstandendur
  • Bjóða upp á jafningjafræðslu og jafningjastuðning

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði.  Þeir eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.


Support group for English speaking individuals

Every third Thursday in a month at 16:30-17:30 a group intended for English speaking individuals who deal with cancer and/or their relatives meet at the Icelandic Cancer Society in Skógarhlíð 8, Reykjavik.

Lesa meira

Polacy z rakiem i ich krewni

Grupa wsparcia dla polskich i / lub anglojęzycznych Polaków chorych na raka i ich krewnych.

Lesa meira

Eitlakrabbamein – stuðningshópur

Stuðningshópur fyrir fólk sem greinst hefur með eitlakrabbamein. 

Lesa meira

Brjóstaheill – Samhjálp kvenna

Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, er stuðnings- og baráttuhópur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein.

Lesa meira

Frískir menn

Stuðningshópur fyrir þá einstaklinga sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og hafa möguleika á virku eftirliti.

Lesa meira

Framför

Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Lesa meira

Góðir hálsar

Góðir hálsar er stuðningshópur fyrir karla sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Lesa meira

Kraftur

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Lesa meira

Lungnahópur

Lungnahópurinn er stuðningshópur fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein í lungum.

Lesa meira

Ný rödd

Ný rödd eru samtök fólks sem hefur misst raddbönd vegna krabbameins. 

Lesa meira

Ristilfélagið

Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn og kynningu á málefnum þeirra.

Lesa meira

Perluvinir

Perluvinir er félag þeirra sem greinst hafa með mergæxli (multiple myeloma) og aðstandendur þeirra. 

Lesa meira

Stómasamtök Íslands

Stómasamtök Íslands eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira

Stuðningshópur kvenna með krabbamein í kvenlíffærum

Stuðningshópur kvenna með krabbamein kvenlíffærum, starfar með Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Styrkur

Styrkur eru samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra

Lesa meira

Aðrir stuðningshópar

Innan SKB eru starfræktir stuðningshópar eftir því sem þörf er talin á. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?