Beint í efni

Aust­ur­land

Krabbameinsfélag Austurlands var stofnað 20. apríl 1970.

Starfsemi

Krabbameinsfélag Austurlands veitir krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra fjölbreytta þjónustu.

Það eru Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Bakkafjörður, Vopnafjörður, Borgarfjörður eystri og Seyðisfjörður sem tilheyra þjónustusvæði Austurlands. Helstu verkefni félagsins eru aðstoð við krabbameinsgreinda einstaklinga sem þurfa að dvelja langdvölum að heiman vegna meðferðar. Þá er jafningjastuðningur að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði yfir vetrartímann, í húsnæði félagsins að Dynskógum 4, neðri hæð.

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.