Krabbameinsfélag Snæfellsness var stofnað 27. september 2005 og eru félagsmenn um 85 talsins. Formaður félagsins er Mjöll Guðjónsdóttir, Grundarfirði. Félagið tekur þátt í dvalarkostnaði vegna lækninga fjarri heimabyggð fyrir félagsmenn sína.
Formaður: Mjöll Guðjónsdóttir, Grundarfirði
Gjaldkeri: Svanborg Siggeirsdóttir, Stykkishólmi
Ritari: Sólrún Guðjónsdóttir, Grundarfirði
Meðstjórnendur: Guðrún Hrönn Hjartardóttir, Grundarfirði; Margrét Hjálmarsdóttir, Grundarfirði og Pétur Steinar Jóhannsson, Ólafsvík.
Skoðunarmenn reikninga: Jóna Björk Ragnarsdóttir og Jóhann Ragnarsson.
Tengiliður félagsins er formaður og netfang félagsins er krabbsnae@gmail.com.
Fylgjast má með starfsemi félagsins á facebook síðu þess Krabbameinsfélag Snæfellsness - Heim | Facebook
Aðalfundur var haldinn 30.09.2021
Þá var kosin stjórn félagsins.
Á aðalfundi var ákveðið að hækka árgjald félagsins úr kr. 1.500 í kr. 3.500.
Enginn formlegur stjórnarfundur var haldinn á árinu en stjórn átti í góðum samskiptum í gegnum tölvupóst.
Starfsemi félagsins hefur að mestu leyti legið niðri af ýmsum orsökum. Má þar fyrst nefna heimsfaraldurinn sem hefur sett okkur miklar skorður á samveru og samstarfi. Eins féll formaður félagsins, Sveinbjörg Eyvindsdóttir, frá í maí 2021.
Ákveðið var að blása til aðalfundar í september þar sem samkomutakmörkunum hafði verið aflétt og stjórn taldi þörf á að setja kraft í starf félagsins.
Félagsdeildin Von í Grundarfirði hefur náð að halda sínu starfi gangandi með mánaðarlegum samverustundum.
· Félagið styrkti fimm einstaklinga á árinu með greiðslu á útlögðum kostnaði vegna sjúkrahótels um kr. 462.611.
Stefnt var að því að Eva Íris Eyjólfsdóttir sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands kæmi til okkar með fræðslu um það hvað fælist í því að vera í stjórn félagsins en því varð því miður að fresta vegna Covid.
Facebooksíða félagsins
· Það er verið að vinna í því að uppfæra facebook síðu félagsins.
Takk fyrir samstarfið.
Stjórnin
Starf félagsins var með hefðbundnum hætti
Stuðningshópur: Von, stuðningshópur Krabbameinsfélags Snæfellsness, Borgarbraut 2, Grundarfirði. Upplýsingar gefur Mjöll Guðjónsdóttir, sími 8982702 , tölvupóstur, mjoll@sc.is .
Enginn aðalfundur var á þessu vori.
Starf sl. árs hefur sem vanalega gengið út á að veita styrki og greiða fyrir sjúkrahótel og íbúðir vegan dvala fjarri heimili vegan krabbameinslækninga.
Virðingafyllst, Sveinbjörg Eyvindsdóttir.
Engin starfsemi var á árinu.