Í krabbameins­­meðferð

Margir þættir hafa áhrif á hvaða leið er valin við meðferð krabbameins, eins og aldur og almennt heilsufar. 

Einnig skiptir máli af hvaða tegund meinið er, stærð þess og staðsetning, og hvort það hafi dreift sér. Yfirleitt er gefin fleiri en ein tegund af meðferð, t.d. skurðaðgerð og lyfjameðferð og/eða geislameðferð. Hjá sumum nægir þó að gefa eina tegund meðferðar. Tilgangur flestra krabbameinsmeðferða er að uppræta meinið en einnig getur meðferð beinst að því að halda meininu í skefjum.


Skurðaðgerð

Þegar sjúkdómsgreining hefur verið staðfest með rannsókn á vefjasýni er skurðaðgerð fyrsta meðferð flestra krabbameina. Þá er tilgangurinn venjulega að lækna viðkomandi með því að fjarlægja allt æxlið. 

Lesa meira

Lyfjameðferð

Krabbameinslyfjameðferð er ein tegund krabbameinsmeðferða. Meðferðin felur í sér gjöf frumueyðandi lyfja. Frumueyðandi lyf hafa áhrif á frumur í vexti, það er að segja truflun verður á frumumyndun og þær missa hæfileikann til að skipta og fjölga sér.

Lesa meira

Geislameðferð

Geislameðferð er ein að þeim meðferðum sem beitt er gegn krabbameini. Tilgangur hennar getur verið að lækna sjúkdóminn eða halda honum niðri og hindra þannig frekari útbreiðslu hans um óákveðinn tíma. Þegar um lengra genginn sjúkdóm er að ræða má bæta líðan með geislameðferð. Við geislameðferð er notuð háorkuröntgengeislun eða rafeindageislun.

Lesa meira

Endurhæfing

Með aukinni þekkingu á krabbameini, bættum greiningaraðferðum og meðferðarúrræðum hafa lífshorfur krabbameinssjúklinga aukist umtalvert síðustu áratugi.

Lesa meira

Líknarmeðferð

Líknarmeðferð er veitt í þeim tilgangi að bæta líðan og lífsgæði sjúklinga sem eru með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma, t.d. krabbamein, hjarta-, lungna-, tauga- og nýrnasjúkdóma. Markmið hennar er að fyrirbyggja og meðhöndla einkenni sjúkdóms og sjúkdómsmeðferðar eins snemma og auðið er. Það á einnig við um andleg, sálræn og félagsleg vandamál sem tengjast veikindunum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?