Tólf leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) og Evrópsku krabbameinssamtökin hafa tekið saman Evrópustaðal sem ætlað er að benda á 12 leiðir sem taldar eru getað dregið úr líkum á því að greinast með krabbamein. Evrópustaðallinn er kallaður ,,European Code Against Cancer" og hefur að geyma 12 eftirfaralda þætti.


Tóbak

Ekki reykja eða neyta tóbaks í öðru formi.

Lesa meira

Óbeinar reykingar

Að hafa heimili reyklaus og styðja aðgerðir sem stuðla að reyklausum vinnustað.

Lesa meira

Hæfileg líkamsþyngd

Þeir sem viðhalda hæfilegri líkamsþyngd eru taldir ólíklegri en aðrir til þess að þróa með sér ákveðna sjúkdóma svo sem krabbamein og hjartasjúkdóma.

Lesa meira

Hreyfing

Að hafa hreyfingu sem hluta af daglegu lífi og sitja ekki lengi í senn.

Lesa meira

Mataræði

Rannsóknir hafa sýnt að Evrópubúar sem borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í hæfilegu magni og hreyfa sig reglulega geti minnkað líkur á því að greinast með krabbamein um allt að helming.

Lesa meira

Áfengi

Neyta skal áfengis í hófi ef þess er neytt á annað borð. Í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á tengsl milli áfengisneyslu og nokkurra tegunda krabbameina, auk fjölmargra annarra sjúkdóma.

Lesa meira

Sól og útfjólubláir geislar

Forðast skal of mikla sól og ekki nota ljósabekki þar sem útfjólubláir geislar valda húðskemmdum. Nota skal öfluga sólarvörn oft og reglulega yfir daginn.

Lesa meira

Mengandi efni

Fylgja þarf öryggisleiðbeiningum um mögulega krabbameinsvalda í umhverfinu.

Lesa meira

Konur

Mælt er með brjóstagjöf þar sem hún er talin minnka krabbameinsáhættu. Takmarka skal notkun tíðahvarfahormóna vegna aukinnar hættu á tilteknum krabbameinum.

Lesa meira

Bólusetning og sýkingar

Veirur geta valdið krabbameini og hægt er að verjast sumum þeirra. 

 

Lesa meira

Skipulögð hópleit

Að taka þátt í skipulegri hópleit að krabbameini:

Leghálskrabbameinsskimun fyrir konur 23-65 ára

Brjóstakrabbameinsskimun fyrir konur 40-69 ára

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?