Beint í efni

Leið­ir til að draga úr lík­um á krabba­meini

The European code against cancer.

Hér er að finna ráðleggingar sem ætlað er að upplýsa fólk um hvað það geti gert til að draga úr líkunum á að fá krabbamein.


Ráðleggingarnar voru settar fram af Alþjóðlegu krabbameinsrannsóknastofnuninni (IARC) í samstarfi við Evrópsku krabbameinssamtökin (ECL) og byggja á niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna.

Áætlað er að 4 af hverjum 10 tilfellum krabbameina tengist lífsvenjum fólks og því til mikils að vinna, bæði fyrir einstaklinga og samfélög, að fólk temji sér sem heilbrigðasta lífshætti.

  • Tóbak
    – Ekki reykja eða neyta tóbaks í öðru formi
  • Óbeinar reykingar
    – Forðumst tóbaksreyk 
  • Líkamsþyngd
    – Stefnum að heilsusamlegri líkamsþyngd
  • Hreyfing          
    – Hreyfum okkur reglulega og verum líkamlega virk í daglegu lífi
  • Mataræði       
    -Borðum ríkulega af grænmeti og ávöxtum, veljum heilkornavörur og borðum baunir.
    -Takmörkum neyslu á rauðu kjöti og forðumst unnar kjötvörur
    -Takmörkum neyslu á orkuríkum en næringarsnauðum matvælum.
    -Forðumst sykraða drykki.
  • Áfengi
    -Takmörkum eða sleppum alfarið áfengisneyslu.
  • Sól og útfjólubláir geislar
    –Forðumst mikla sól og fylgjum leiðbeiningum um sólarvarnir.
    -Notum ekki ljósabekki.
  • Skimun fyrir krabbameinum
    -Þiggjum boð í skimanir fyrir krabbameini.
  • Brjóstagjöf og tíðahvarfahormón
    -Mælt er með brjóstagjöf ef hún er möguleg.
    -Takmarka ætti notkun tíðahvarfahormóna.
  • Bólusetning og sýkingar
    -Ákveðnar veirur geta valdið krabbameini og hægt er að verjast sumum þeirra.