Nýgengi brjóstakrabbameins

Rannsókn á áhrifum áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins

Rannsóknin er á vegum Krabbameinsfélags Íslands og býðst öllum konum 18 ára og eldri að taka þátt í. Það tekur um 5-10 mínútur að svara spurningalista rannsóknarinnar.

Tilgangurinn er að rannsaka áhrif þekktra áhættuþátta og skimunar á nýgengi brjóstakrabbameins á Íslandi síðustu áratugi. 

Hinn stutti spurningalisti sem notaður er í rannsókninni byggir á spurningalista sem notaður var árin 1964-2008 á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og kallaðist þá Heilsusögubankinn. Hafa upplýsingar úr honum nýst í margar mikilvægar vísindarannsóknir, einkum í tengslum við brjóstakrabbamein. Rannsóknin er unnin í samstarfi ýmissa vísindamanna innan Krabbameinsfélagsins, Háskóla Íslands og háskólans í Osló. Rafræn uppsetning á spurningalista Heilsusögubankans sem og innskráning í rannsóknina var unnin í samstarfi við Maskínu og Taktikal.

Ef þú hefur spurningar um könnunina, um rétt þinn sem þátttakandi eða vilt hætta þátttöku, getur þú sent okkur póst á netfangið heilsusogubankinn@krabb.is eða hringt í síma 540 1900

Einnig er þér velkomið að hafa samband við Vísindasiðanefnd með því að senda póst á netfangið vsn@vsn.is.

KRA_velunnarar_bordi_CMYK_blar_vinstri