
- Notist daglega
- Endurnýjast sjálfkrafa
- Geymist þar sem börn ná til
Forðumst reyk og tóbak
Reykjum hvorki né notum tóbak, forðumst óbeinar reykingar.
Hreyfum okkur daglega
Hreyfum okkur a.m.k. í 30 mín. á dag. Höldum kyrrsetu í lágmarki.
Forðumst áfengi
Allar gerðir áfengis eru krabba- meinsvaldandi. Minna er betra ef við neytum þess á annað borð.
Hæfileg líkamsþyngd
Stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og verum vakandi fyrir þyngdaraukningu.
Hugum að mataræðinu
Borðum vel af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum og baunum. Takmörkum eða sleppum rauðu kjöti. Forðumst unnar kjötvörur og sykraða drykki.
Verndum húðina
Verndum húðina fyrir skaðlegum geislum sólar. Notum ekki ljósabekki.