Heilsamín
  • Notist daglega
  • Endurnýjast sjálfkrafa
  • Geymist þar sem börn ná til

Forðumst áfengi

Áfengi er staðfestur krabbameinsvaldur. Áfengisneysla eykur líkur á sjö mismunandi krabbameinum: í munni og koki, barkakýli, vélinda, maga, lifur, ristli og endaþarmi og brjóstum. Magn áfengis skiptir máli. Því meira magn sem drukkið er af áfengi því meiri líkur eru á krabbameinum. Þó að æskilegast sé að sleppa alfarið að drekka áfengi þá er mikilvægt að muna að það er líka alltaf til bóta að draga úr neyslunni.

Þó að því sé stundum haldið fram að hófleg áfengisneysla geti mögulega haft einhver jákvæð heilsufarsáhrif er ljóst að neikvæðu áhrifin vega alltaf mun þyngra. Áfengisdrykkja getur því ekki verið réttlætt undir merkjum heilsubótar.

Tóbaksreykingar samhliða áfengisneyslu eru sérlega slæm blanda því að samanlögð áhætta af reykingum og áfengi er meiri en áhættan af reykingum og áfengi hvoru fyrir sig. Þetta starfar í stuttu máli af því að þegar áfengi er drukkið, hefur það þau áhrif á slímhúð m.a. í munni og koki að krabbameinsvaldandi efni úr tóbaksreyknum eiga greiðari aðgang.

Nánari upplýsingar má finna hér:

Limit alcohol consumption - World Cancer Research Fund

Alcohol drinking and cancer - European Code against Cancer

Áfengi - Karlaklefinn

Rautt eða hvítt?


Var efnið hjálplegt?