Fyrir aðstandendur

Þegar ástvinur greinist með krabbamein gæti verið hjálplegt að rifja upp þau bjargráð sem hafa gagnast þér vel áður. Að læra að þiggja aðstoð eða stuðning er fyrir marga mikill lærdómur og stórt skref. 

Hafa ber í huga að það getur verið misjafnt hvenær og hvort þörf fyrir stuðning skapast í veikindaferlinu. Stundum gerist það ekki fyrr en að meðferð er lokið og við tekur að melta allt það sem á undan er gengið. Það getur verið að þörfin fyrir stuðning og úrvinnslu komi ekki fram fyrr nokkuð langt er liðið frá veikindunum eða ef þau taka sig upp aftur.

Eftirfarandi staðir bjóða upp á stuðning við aðstandendur


Þegar ástvinur greinist með krabbamein

Það er flestum áfall þegar ástvinur greinist með krabbamein.  Þá er algengt að hugsanir og tillfinningar af ýmsum toga geri vart við sig.  Þú gætir upplifað ýmislegt sem tengist því að verða fyrir áfalli eða sjokki, eins og; örvinglan, sorg, vonbrigði, afneitun, dofa, erfiðleika við einbeitingu. Einnig gætirðu upplifað svipaðar tilfinningar og sýnt svipuð viðbrögð og sá sem greinist með krabbamein.

Lesa meira

Að tala við börnin um krabbamein

Börn vita töluvert um krabbamein, sem var ekki reyndin fyrr á árum. Samskipti við börn hafa breyst á undanförnum árum og það er sjaldgjæfara að fullorðnir séu að hlífa börnunum eins og áður en leyfa þeim frekara að vera þátttakendur miðað við þeirra þroska. Við erum kannski ekki viss um hvernig best er að bera sig að með að tala við þau um erfið mál og þá sérstaklega þegar okkur líður ekki vel sjálfum. Við erum jafnvel hrædd um að gera börnin leið.

Lesa meira

Þegar ástvinur greinist með ólæknandi krabbamein

Læknirinn gæti hafa sagt ykkur að krabbameinið hafi dreift sér og/eða sé ólæknandi. Slíkar fréttir eru þungbærar. Jafnvel þó að þið gætuð hafa búist við fréttum um versnandi stöðu krabbameinsins, þá getur það samt sem áður verið áfall að heyra lækninn segja þessi orð upphátt. Í kjölfarið er eðlilegt að upplifa tilfinningar á borð við reiði, depurð, dofa, sektarkennd og ótta við hið ókomna.

Lesa meira

Að tala við börnin um ólæknandi krabbamein

Ef ekki er rætt opinskátt við börnin um það sem er í vændum munu þau samt sem áður skynja að eitthvað alvarlegt er að. Þau skynja það á svipbrigðum í andlitum, frá því sem þau heyra eða þegar samræðum er hætt þegar þau birtast. Ef þeim er ekki sagt frá því sem er í vændum geta þau því farið að ímynda sér hluti sem eru jafnvel verri en raunveruleikinn.

Lesa meira

Að styðja börnin í aðdraganda andláts og eftir að foreldri deyr

Það reynist börnum oftast mjög erfitt þegar náinn ástvinur deyr. Það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra í sorginni að vita hvernig hægt er að styðja þau og nálgast í aðdraganda andlátsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?