Beint í efni

Stuðn­ings­hópar

Á vegum Krabbameinsfélagsins og aðildarfélaga þess starfa nokkrir stuðningshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda.

Stuðningshópar hittast reglulega og eru vettvangur til að deila reynslu og eiga samtal við aðra í svipuðum sporum. Stuðningshópar hafa ýmist aðstöðu hjá Krabbameinsfélaginu að Skógarhlíð 8 eða víðar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni í tengslum við aðildarfélög Krabbameinsfélagsins. Hafðu samband við Krabbameinsfélagið í síma 800 4040 eða við aðildarfélögin til að fá nánari upplýsingar.

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þau eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið. 

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.