Beint í efni

Stuðningur

Tvær konur

Stuðningur

Ráðgjafar Krabbameinsfélagsins veita ýmiss konar fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur þess og syrgjendur. 

Varst þú að grein­ast með krabba­mein?

Þegar krabbamein setur líf þitt úr skorðum er gott að vita að það er ýmislegt sem þú getur gert til að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu.

Faðmlag

Góð ráð til að­stand­enda

Ef þú þekkir einhvern sem hefur greinst með krabbamein er eðlilegt að margar spurningar vakni. Við höfum tekið saman gagnlegar ábendingar eftir því um hvern er að ræða.

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Starfsfólk okkar er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fá þau sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu um einkenni, félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er.

Stuðningur og faðmlag fjölskyldu

Stuðn­ings­fé­lög

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa nokkur stuðningsfélög þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandenda. Þeir bjóða m.a. upp á jafningjafræðslu.

Rannsóknir sýna að þeim sem taka þátt í stuðningsfélögum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði. Þau eru líklegri til að hafa meiri von og eru oft ákveðnari í því að takast á við viðfangsefnið.

Sjá öll stuðningsfélög

Ráð­gjöf og stuðn­ing­ur þér að kostn­að­ar­lausu

Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.

Jóga ni­dra

Krabbameinsfélagið býður upp á opna tím­a á fimmtu­dög­um í jóga nidra. Öflug leið til að kyrra hugann, losa um streitu og auka vellíðan.

Jóga Nidra