Réttindi
Ýmis úrræði eru fyrir hendi í samfélaginu fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðra sjúkdóma. Fólk stendur misjafnlega að vígi varðandi áunnin réttindi og er mikilvægt að hver og einn afli sér upplýsinga um stöðu sína. Gott er að sækja sér ráðgjöf hjá þeim sem til þekkja.
Krabbameinsfélagið hefur tekið saman upplýsingar um helstu úrræði sem í boði eru fyrir krabbameinssjúklinga hjá Tryggingastofnun ríkisins, Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélögum og lífeyrissjóðum.
Þessari samantekt er ætlað að hjálpa fólki að fá yfirsýn yfir úrræði sem það getur hugsanlega nýtt sér í erfiðum aðstæðum.
Við bendum t.d. á
- Frekari upplýsingar er varða réttindi í veikindum
- Ráðgjöf Krabbameinsfélagins (endurgjaldslaus ráðgjöf)
- Skjal: „Réttindi krabbameinsveikra - upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu”.
- Tryggingafélag, sér í lagi ef í gildi er heimilis- eða sjúkdómatrygging
- Stéttarfélag viðkomandi
- Lífeyrisgáttina (yfirsýn yfir réttindi)
- Tryggingastofnun ríkisins
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.