Réttindi
Veikindi, meðferð og möguleg endurhæfing valda því oft að fólk er frá vinnu um styttri eða lengri tíma. Í valmyndinni hér til vinstri getur þú fengið yfirsýn yfir möguleg réttindi til framfærslu, styrkja og endurgreiðslu í veikindum og bataferli.
Fólk stendur misjafnlega að vígi varðandi áunnin réttindi og mikilvægt að afla sér upplýsinga um stöðu hvers og eins. Gott er að sækja sér ráðgjöf hjá þeim sem til þekkja og við bendum til dæmis á:
- Ráðgjöf Krabbameinsfélagins (endurgjaldslaus ráðgjöf)
- Tryggingarfélag, sér í lagi ef í gildi er heimilis- eða sjúkdómatrygging
- Viðkomandi stéttarfélag
- Lífeyrisgáttina (yfirsýn yfir réttindi)
Ráðgjöf og stuðningur þér að kostnaðarlausu
Þjónusta félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga Krabbameinsfélagsins er í boði í greiningarferli, meðferð eða að lokinni meðferð, á íslensku, ensku og pólsku. Þjónustan er líka fyrir aðstandendur.